Skírnir - 01.01.1930, Page 159
Skírnir]
Alþingi árið 1281.
153
vinur Árna biskups, má segja að hann væri aðalforingi
leikmanna á móti biskupi. Hann varð þó til þess að verja
tíundargerðina íslenzku og sagði, að önnur myndi hvorum-
tveggjum, klerkum og leikmönnum, óhentari. Er það að
skilja af frásögninni, að hann gerði þetta til þess eins að
koma í veg fyrir, að Loðni tækist að vekja sundrung með-
al þingmanna, og sýnir það vel hug þingmanna þá, að
Raín, sem var helzti maðurinn í tölu handgenginna manna
konungs hér á landi, skyldi láta sér svo annt um einingu
landsmanna gagnvart konungsvaldinu, að hann tæki svari
fyrir fjandmann sinn. Var það drengskaparbragð mikið og
Rafni til mikillar sæmdar. Árni biskup svaraði líka fyrir
sig og varði tíundina. Bar hann páfabréf fyrir því, að sú
tíundargerð ynni engum manni sálutjón. Loðinn leppur tók
það fram að lokum, að hann myndi aldrei samþykkja það,
að guðslög gengi fyrir landslögum og eigi heldur játa gildi
Kristinréttar Árna biskups. Ennfremur tók hann það fram,
að hann teldi ekki sáttargérð konungs og erkibiskups frá
1277 vera bindandi.- Er þetta eftirtektaverð yfirlýsing og
sýnir, að það hefir verið ætlun höfðingjanna, er þá fóru
með völdin í Noregi, frá upphafi að fella sáttargerð þessa
ar gildi, en varla hafa þeir verið farnir að lýsa því opin-
berlega yfir í Noregi um þessar mundir. Loðinn gat þess
að siðustu, að hann hefði hvergi komið þar »lands né lag-
ar> at svá sé nokkurs konungs réttindi undir fótum troðin
svá sem hér, ok þó mest af biskupum«.
Með þessu sýnist hinni fyrstu lotu hafa lyktað í lög-
réttu, og var þá ern engan bilbug á landsmönnum að finna.
Rví miður segir sagan ekki frá frekari umræðum á þinginu.
Hún getur þess aðeins, að margir hlutir hafi verið á því
þ'ngi talaðir og komu fáir saman með mönnum. En hún
Segir frá málalokunum. Bókin var öll lögtekin að lyktum
iynr »utan þau capitula, sem handgengnir menn vildu siæði
Ri konungs úrskurðar ok erkibiskups«. Eigi var samþykkt
bókarinnar þó einróma. Biskup var á inóti og sjálfsagt all-
Ur klerkdómurinn með honum, þó þess sé eigi getið sér-
staklega. Auk þeirra vildu 9 leikmenn ekki samþykkja bók-