Skírnir - 01.01.1930, Page 193
Skírnir]
Alþingi árið 1541.
187
það, að Ögmundur yrði gefinn frjáls, ef eignir hans væri
látnar lausar. En þegar allt hafði verið látið, jarðir, gripir
og fé, var honum haldið engu að síður. Kvittar konungur
síðar um þetta fé alltog sýnir með því, að þetta hefir
ekki verið gert móti hans vilja.
Af ferðum þeirra Qizurar biskups og Kláusar frá Mer-
witz er það að segja, að þeir komust alla leið að Haukadal
og létu þar greipar sópa um hirzlur og híbýli. En ekki
fundu þeir þar neitt fémætt. Skrifar Gizur Hvílfeldi um
þetta. Segir hann, að »sá gamli« muni geta sagt Hvítfeldi,
hvar féð sé niður komið, og mátti nú segja, að á allar
síður væri þjarmað að þessum örvasa, gamla manni. En
Gizur hefir orðið annars vísari í þessari austurför. Hann
hefir orðið var við heift landsmanna út af aðförunum.
Skrifar hann Hvítfeldi meðal annars: »Umfram allt, kæri
Kristófer, gætið þess að láta ekki refinn, sem nú er á yðar
valdi, komast lausan á land upp, því að komi hann á land,
uiun almenningur gera uppreisn. Þá er það ekki heldur
ráðlegt, að hann komi á Alþing, þvi að margir af fylgis-
uiönnum hans munu þangað koma.«1 2) Aðfarir Ögmundar
°g nauðsyn Gizurar afsaka að miklu leyti það, að Gizur
vill fyrir hvern mun, að Ögmundur kæmist ekki undan,
heldur yrði að þola dóm, en þessi ránsferð í Haukadal
Oieð einhverjum mesta fjandmanni landsins og orðbragðið
f þessu bréfi verður jafnan blettur á minning Gizurar.
Aðfarirnar við Ögmund biskup voru dálaglegur for-
leikur að því Alþingi, sem koma átti saman skömmu siðar.
Konungur ætlaði sér nú ekki að þola íslendingum neinar
vífilengjur framar um samþykkt kirkjuskipunarinnar. Fara
fáar sögur af þessu Alþingi. Það er eins og aðfarirnar við
ögmund hafi skyggt á allt annað, og lútherskir sagnarit-
1) Sbr. skrá i DI. XI., 184.
2) Þetta alræmda bréf er í DI. X., 618. Bréfið er á þýzku og er
þetta lausleg þýðing.