Skírnir - 01.01.1930, Page 194
188
Alþingi árið 1541.
[Skirn r
arar hafa ef til vill ekki kært sig um að geyma minning-
arnar af því, hvernig »hinn hreini lærdómur« var lögleidd-
ur hér. En bréfin, sem geymzt hafa, segja sögu þess nógu
skýrt. Þarf ekki að efa, að Hvítfeldur hefir verið með her-
menn nóga við höndina, líkt og embættisbræður hans tíu
árum seinna og svo rúmri öld siðar við Kópavogssærim
En þegar hnefarétturinn kemur á sjónarsviðið, er ekki tií
neins að leita að skoðunum og sannfæring.
Þann 28. júní 1541 samþykkja klerkar Skálholtsbisk-
upsdæmis kirkjuskipunina, og farast þeim orð á þessa leið:
»Játum vér, kennimenn Skálholtsstiktis, að vér viljum með-
taka vors högbornasta herra kongsins Ordinationem, eftir
því guð gefur oss sína náð til og vor formaður verður oss
tilsegjandis, að höldnum öllum kennimannlegum fríheitum.
En það afsegjum vér, hana í nokkurn máta að mótstanda,
það þessu landi bílægiligt er.« Undir eru rituð 26 nöfn. ')
Er næstum því eins og lesa megi milli línanna í þessu
bréfi, hve óljúft klerkunum er að játa þessu. Það er eins
og tvö öfl togist á um hverja setning og er þó niðurlagið
merkilegast.
Með þessum hætti var þá hinn nýi siður lögleiddur í
Skálholtsbiskupsdæmi, Ögmundur biskup í hörðu varðhaldi
í dönsku herskipi, og danskur hershöfðingi með vopnaða
menn á Alþingi. Trúarblærinn yfir athöfninni er því miður
ærið lítill.
Sama dag lýsti Gizur biskup því yfir í heyranda hljóði
fyrir kennimönnum biskupsdæmisins, að þeir þyrfti nú ekki
að vænta af sér neins biskupslegs embættis, sem ekki væri
i samræmi við kirkjuskipunina. Lét hann þá alla lofa með
handsölum að sýna honum hollustu og hlýðni og »halda
hann fyrir kirkjunnar formann«.1 2) Hefir honum liklega ekki
þótt af veita eftir það, sem á undan var gengið. Þrátt fyrir
1) Dl. X., 632.
2) DI. X., 634.