Skírnir - 01.01.1930, Page 196
190
Alþingi árið 1541.
[Skirnir
þeim svörnum sáttmála, sem vér og vorir forfeður hafa
fyrir oss játað«. Síðan segir þar: »Vér fengum bréf nú í
sumar með innsigli vors heygbornasta herra kongsins, hlýð-
andi, að hans umboðsmann hér upp á landið skyldi halda
oss með rétt lög og gamlar, góðar, kristilegar siðvenjur,
sem hér í landið hafa haldizt. Þar upp á treystum vér og
byrjuðum vora ferð til Alþingisreiðar úr Norðlendingafjórð-
ungi til Kalmanstungu í Borgarfjörð. Þar fengum vér þau
tíðindi, að biskup Augmundur væri fangaður fyrir utan
sinn vilja og hans peningar væri teknir fyrir utan dóm.
Því sýnist oss og fleirum góðum mönnum, sem eigi sé
haldið það herra kongsins bréf, sem hans herradómur hefir
oss nú á sama ári út sent. Og svo vitum vér sannlega, að
þau fríheit, privilegiur og svarinn sáttmáli hefir oftlega af
herra kongsins umboðsmönnum hér í landið eigi haldinn
verið. Og fyrir þessar greinir vill almúginn í aungvan máta
að vér ríðum til þings nú um sinn. En samþykkja munum
vér beztu manna ráð og samþykktir, þær sem gerðar verða
á Alþingi og oss sýnist ekki í móti Noregs og íslands
lögum.
Styðja viljum vér og hylla þann herra kongsins um-
boðsmann, sem nú er innsettur í landið í öllum greinum,
sem oss mögulegt er, ef hann vill halda oss og almúgann
í Norðlendingafjórðungi með rétt lög og landsins vana,
eftir því sem herra kongsins bréf inniheldur.
Og fyrir því að vér, fyrnefndur biskup Jón, erum herra
kongsins eiðsvarinn undirmann og svo eiðsvarinn í Noregs
ríkisráð, forbjóðum vér öllum, lærðum mönnum og leikum
á íslandi, að gera nokkurn dóm eða samþykktir upp á
oss, vora dómkirkju eður vort biskupsdæmi, því vér appeÞ
lerum og innsetjum öll vor málaefni, þau sem hver vill til
vor tala eður kæra, undir ráð og yfirsýn vors heygborn'
asta herra, herra kongsins og Noregs ríkisráðs.«') Lofar
hann að mæta þar eða láta mæta.1 2)
1) Það var þá alnumið fyrir 4 árum.
2) DI. X., 622.