Skírnir - 01.01.1930, Page 198
192
Alþingi árið 1541.
[Skírnir
þeim lögmanni, sem kosinn verði af beztu mönnum, »þann,
sem að aungum vankynnum er kenndur«.')
Hitt bréfið er stutt og þóttafullt bréf til Hvítfelds. »Eg
sendi nú til yðar alla þá míns herra kongsins peninga, sem
eg hefi fengið og reikningsskapinn með. Bið eg, þér takið
yður ekki til óvilja, þó eg komi ek.ki sjálfur, því eg vil
ekki lengur vera lögmaður til þess eg fái þar fyrir nokk-
urn róg fyrir mínum heygbornasta herra konginum. Hefi
eg lagt nokkra peninga meiri þar til af sjálfs míns eign
og er það vel komið.«1 2)
Með öll þessi bréf fór svo síra Ólafur Hjaltason, sá er
síðar varð fyrsti evangelíski biskupinn á Hólum. Fara eng-
ar sögur af því, hvernig mönnum varð við þessar orð-
sendingar allar. En hér sést, hvernig íslendingar vildu svara,
er þeir voru sjálfráðir gerða sinna. Eru það æði ólíkar
myndir, sem hér eru dregnar upp: Annarsvegar kúgaður
lýður, sem er neyddur til þess með valdi að tala þvert um
geð sér, en á hinn bóginn frjálsir menn, sem verja rétt-
indi landsins og trú feðranna.
Fátt gerðist svo á þessu þingi, sem í frásögn sé fær-
andi. Mál Kláusar var dæmt á vald konungs3) og fékk
hann illa útreið og að vísu að makleikum. Höfum vér
enn nokkuð af bréfum, sem Hvítfeldur lét gera áður en
hann fór. En er hann lét í haf, tók hann Ögmund biskup
með sér, og má hafa fyrir satt, að hann hafi látizt í hafi
eða að minnsta kosti mjög skömmu eftir komu sína til
Danmerkur. Það er því ekki ofsagt, þó að hann væri tal-
inn píslarvottur fyrir trú sína.
Með þessum aðförum var þá nýi siðurinn keyrður á
í Skálholtsbiskupsdæmi, og má nærri geta, hve rótfastur
hann var í hugum manna. Er ekki hægt að rekja það í
1) DI. X., 626.
2) DI. X., 627.
3) DI. X., 635.