Skírnir - 01.01.1930, Síða 201
Kópavogsþing árið 1662.
Eftir Guðbrand Jónsson.
Það mun óhætt að segja, að fáar eða engar þjóðir eigi
sér sögu með jafn glöggu samhengi og jafn greinilegum
þræði sem saga vor íslendinga er. Um hana má svo að
orði kveða, að hún hafi í öllu ve ulegu, frá því að fyrsti
landnámsmaðurinn steig hér á larid og fr m til ársins 1918,
og, eins og nú er að koma á daginn, jafnvel enn þá lengur,
snúizt um sama málið, — sambandsmálið, sem nú er nefnt.
Það nafn er að vísu ungt, en málið er svo að kalla jafn
gamalt byggingu íslands. Nefgjald það, er Haraldur kon-
ungur Hálfdánarson lagði á þá Norðmenn, er víkja vildu
úr Noregi, og sendiför Una danska Garðarssonar hingað í
erindum konungs inun vera fyrsta erlenda tilræðið við
sjálfstæði lands og þjóðar, og meðferð sú, er Uni hlaut,
fyrsta vörn íslands gegn erlendri ásælni. Er þar upphaf
sambandsmálsins, því síðan hefir saga landsins fram að
1918 ekki verið annað en látlaus barátta við erlenda ásælni
og erlendan yfirgang. Sótt hefir verið og varið af misjöfnu
kappi 0g með misjöfnum árangri. Eftir því, sem málinu
horfði við í þann og þann svipinn, hafa íslendingar stund-
um átt sóknina, stundum vörnina. Fyrstu tæp 400 árin,
fram að 1262, höfðu íslendingar vörnina, en síðan i tæp
700 ár, fram að 1918, sóknina, og nú er svo um vélt, að
vörnin er komin í þeirra hendur aftur, þótt ætla megi fyrir
eylitlum sóknarkipp enn á næstunni.
Atvikin tengd við orsök og afleiðingu, þar sem hvað
rekur annað eftir órjúfandi lögum, þessi vefur, sem nefndur
13*