Skírnir - 01.01.1930, Page 219
Skírnir]
Kópavogsþing árið 1662.
213
ins og vonar að finna eitthvað fémætt í rústunum, — auð-
vitað að óskertu jus majestatis. Samtímis þessu samdi and-
lega stéttin bréf til konungs, en þar ber ekki á neinu angri
yfir því, sem gerzt hafði, heldur er það einkaerindi stétt-
arinnar, að biðja sjálfri sér ýmsra fríðinda til handa með
nakinni eigingirni. Hlýtur Brynjólfur biskup að hafa átt
mikinn þátt i því bréfi, og vex sannarlega ekki af.
Annað mál er það, hvort Bjelke hafi ekki lofað þing-
mönnum einhverri linkind i þessum efnum um sína tíð.
Til þess gæti það vel bent, að allt sat um innri stjórn
landsins við hið gamla far, þar til Bjelke andaðist 1683.
Reglur þær um stjórnarfarið, sem konungi var sam-
kvæmt skuldbindingunni ætlað að setja að eigin geðþótta,
gaf hann út 14. nóv. 1665, og hafa þær verið kallaðar
konungalögin. En hér á landi gekk einveldistíminn í garð
með því, að konungur leigði Hans Nansen, borgarstjóra í
Kaupmannahöfn, íslandsverzlunina árið 1662, í viðurkenn-
ingarskyni fyrir dygga stoð til þess að koma á einveldinu.
Einveldið var hér á landi aðskota-atburður, og hefir
hann verið talinn landinu afar skaðvænn. Hvað miklu ein-
veldið hefir valdið af þeim hörmungum, sem yfir dundu,
meðan það hélzt, er með öllu óvíst, en víst er, að ekki
iék það aðra þegna Danakonungs betur en oss. Konungar
á einveldistímanum voru lítið ágengari við oss en fyrr, og
eftir miðja 18. öld má segja, að þeir hafi sýnt töluverða
viðleitni til þess að verða oss að liði.
En það er satt, að ekki eykur einveldi siðferðisþrek
neinnar þjóðar.