Skírnir - 01.01.1930, Page 220
Alþingi árið 1685.
Eftir Sigurð Skúlason.
I. '
Alþingi 1685 var háð á Þingvelli við Öxará, dagana
29. júní til 7. júlí, að báðum dögum með töldum.
Þann 29. júní nefndu þeir Sigurður Björnsson, lögmað-
ur sunnan og austan lands, og Magnús Jónsson, lögmaður
norðan og vestan lands, eins og venja var til, sína átján
menn hvor úr tölu nefndarmanna til setu innan vébanda
(þ. e. í lögréttu). Margir nefndarmanna (nál. 35 °/0) voru
ókomnir til Alþingis, og er getið forfalla sumra þeirra. Af
tuttugu og tveimur sýslumönnum, sem von var á til þings,
voru sjö ókomnir. Þetta voru engin smáræðis vanhöld,
enda var kvartað undan þeim á þinginu, og lýsti Magnús
lögmaður Jónsson með ráði Sigurðar lögmanns Björnssonar
og lögréttu þá sýslumenn og nefndarmenn, sem eigi kæmi
til Alþingis, í fullkomna lagasekt, nema þeir gæti borið
fyrir sig réttmæt og sannanleg forföll.J)
Þann 30. júní var gengið til dómsstarfa. Hér verður
ekki reynt til að lýsa hverju einstöku atriði af þeim sex-
tíu, sem nefnd eru í Alþingisbók um árið 1685, enda eru
sum þeirra ærið hversdagsleg og svipuð því, sem finna
má í hverri einustu Alþingisbók um 17. öld. Þar til má
nefna mál, er varða eignarhald á jörðum, verzlun, enn-
fremur barnsfaðernismál, þjófnaðarmál, rekamál, en auk
þess umboðsveitingar, lýsingar á hvalskutulsmörkum o.s.frv.
Allathyglisvert er bréf Kristjáns konungs V. til Heide-
1) Sbr. Alþb. 1685, nr. 55.