Skírnir - 01.01.1930, Síða 228
222
Alþingi árið 1685.
[Skírnir
fjöllum; var og mælt í Skálholti hefði eptir lifað 7 fær-
leikar; var og einninn hrun af nautum vestur um sveitir«‘)
o. s. frv.
Þessi vetur var nefndur Hvítavetur vegna geysilegs
snjófalls. Þá fennti að sögn auk þess, sem áður er talið,
bæ einn vestur á Ströndum, svo að hann fannst eigi fyrr
en voraði, og var þá heimilisfólk allt inni dautt.1 2)
Á 17. öld urðu mikil eldgos á íslandi, er ollu stór-
tjóni, en auk þess geisuðu hér drepsóttir, eins og bólusótt,
og drápu fólk í hrönnum. Meðal þess misjafna, er á dundi,
var og rán Tyrkja hér við land, árið 1627, sem olli miklu
eigna- og manntjóni og gerði auk þess alþjóð svo skelfda,
að hún bjó að því lengi síðan. Þá má eigi gleyma þeirri
stefnu í verzlunarmálum, sem hófst hér um aldamótin 1600
og nefnd hefir verið einokunarverzlun Dana á íslandi.
Þetta verzlunarfyrirkomuiag varð þjóð vorri hinn versti
fjötur, og því tilfinnanlegri sem lengur leið og kaupgeta
manna þvarr.
í andlegum efnunr verða um þetta leyti miklar breyt-
ingar hér á landi frá því, er áður var.
Um 1600 er lútherskan farin að ná tökum á hugum
manna, enda var kaþólsk trú með öllu landræk ger um
miðja 16. öld. Við það voru dýrlingar og helgir dómar
fyrri alda úr sögunni, en til hvorra tveggja hafði íslenzk
alþýða einatt leitað í raunum sínum. Nú var með öllu
fokið í þau skjól. Forkólfar siðskiftabyltingarinnar voru í
þessum efnum niðurrifsmenn, sem eigi hirtu um að bæta
alþýðu manna þennan mikla missi. Með Lútherstrú jókst
hins vegar mjög trú manna á vald satans, og hann varð
í meðvitund almennings að voldugum myrkrahöfðingja. En
eins og kunnugt er, var satan samkvæmt kristinni trú höf-
undur galdra og eins konar verndari þeirra galdramanna,
er gerðu við hann samning og gengu honum á hönd. Þeg-
1) Skarðsárannáll, Annálaútgáfa Bókmenntafél. I., bls. 238—9-
2) Sbr. Árferði á íslandi í þúsund ár, Þorvaldur Thoroddsen
safnaði og samdi (Khöfn 1916—17), bls. 70.