Skírnir - 01.01.1930, Page 238
232
Alþingi árin 1700 og 1701.
[Skirnir
en þess má aðeins geta, að 1696 varð ógurlegur skepnu-
fellir og árið eftir varð mikill mannfellir af hungri, einkum
á Norðurlandi og á Snæfellsnesi, og í mörg ár á eftir varó
meiri eða minni mannfellir einhverstaðar á landinu. Einna
verst hefir þó ástandið liklega verið um vorið 1701. Þá
féllu menn t. d. í Þingeyjarsýslu hundruðum saman. Það
leit svo út, sem harðindin og verzlunarkúgunin ætluðu að
gera út af við þjóðina, og forráðamenn landsins sáu, að nú
varð eitthvað að gera, ef þjóðin ætti ekki að líða undir lok.
Um aldamótin 1700 voru þessir merkastir valdamenn
á íslandi. Kr. Múller amtmaður, sem gegndi æðsta verald-
legu embætti landsins 1688—1717.') Ekki þótti hann vit-
maður mikill, og varð brátt illa þokkaður af fjölda manna,
enda var hann ráðrikur og þó hverflyndur. Sigurður Björns-
son var lögmaður sunnan og austan 1677—1705. Hann
var stórættaður maður (Langsætt) og var tengdasonur
Sigurðar Jónssonar lögmanns í Einarsnesi, fyrirrennara síns.
Mun hann hafa átt embætti sitt að þakka tengdum og ætt-
göfgi, því hann var enginn skörungur í embættinu. Talinn
var hann þó fróðleiksmaður í ýmsum greinum og góf'ur
drengur. Lauritz Gottrúp var lögmaður að norðan og
vestan 1695—1714. Átti hann embætti sitt að þakka
Múller amtmanni. Gottrúp var fyrstur danskur lögmað-
ur á íslandi, og hinn fyrsti í því embætti, sem skip-
aður var af konungi, en ekki kosinn af Alþingi. Eftir það
voru allir lögmenn skipaðir af konungi, án þess að Alþingi
væri spurt ráða. Sýnir þetta bezt, hve íslendingar voru
orðnir þróttlausir og hirðulausir um sin málefni, því hvergi
1) Stiftamtmaðurinn, Ulrich Gyldenlöve, sat i Kaupmannahöfn
og kom aldrei til íslands. Miiller amtmaður var sonur Henriks Miíllers,
rentumeistara konungs. Henrik hafði verið einn af helztu mönnunum
í félagi aðalútgerðarmanna, og var um langt skeið voldugur maður
í Danmörku. Kr. Miiller hefir vafalaust átt embætti sitt að þakka
áhrifum föður síns, enda var hann einn af hinum fráleitustu mönn-
um, er danska stjórnin hefir sett í hátt embætti hér á landi. Var hún
þó reyndar ekki ætíð vönd í valinu.