Skírnir - 01.01.1930, Blaðsíða 257
Skirnir]
Alþingi árin 1798—1800.
251
gerir stutta grein fyrir nokkrum öðrum málaflokkum í rétt-
arfarslöggjöfinni, sem brýna nauðsyn beri til að ráða bæt-
ur á, en ekki sé unnt að gera gagngerðar tillögur um, án
þess að kynna sér áður álit manna og tillögur heima fyrir.
Þessi mál voru: samning nýrrar aukatekjureglugerðar, til-
skipun um lögreglu fyrir landið, fátækrareglugerð, endur-
bætur á hegningarhúsinu, reglur um takmörk milli yfirvalda
innbyrðis, skiftamál, hegningarlöggjöf og tilskipun um regl-
ur og eftirlit með mats-, skoðunar- og úttektarmönnum.
Þessi málefni öll voru svo umfangsmikil og margbrotin, að
nefndin sá sér ekki fært, að svo stöddu, að koma fram
með gagngerðar tillögur til breytinga og bóta á þeim.
Þegar það er athugað, sem liggur eftir nefndina um
annað aðalviðfangsefni hennar, réttarfarslöggjöfina, þá verð-
ur það þegar ljóst, að það er einn maður í nefndinni,
Magnús Stephensen, sem hefir að mestu, ef ekki að öllu
Ieyti, unnið það starf, og hélt hann á eigin kostnað skrif-
ara fyrir nefndina hið mesta af vetrinum, samkv. bréfi hans
til kansellís 25. m d i800.
Tillögur þær, er nefndin gerði og taldar voru, eru
byggðar á og teknar úr ritgerð, sem Magnús Stephensen
hafði samið og sent nefndinni. Er í ritgerð þessari sögð í
aðalatriðum saga lögbókarstarfsins íslenzka, og greinargerð
um þágildandi íslenzk lög og nauðsyn til endurbóta á þeim.
I lok ritgerðarinnar lýsir hann þvi, hvílík vandræði það séu
íyrir almenning nð eiga að búa við 4 dómstig, og sé því
nauðsyn að fækka þeim og sameina lögþingin og yfirrétt-
Inn í eitt dómstig, eins og gert hafði verið í Noregi þá
tyrir skömmu. En það er eftirtektarvert og sýnir, hve Al-
þingi var þá orðið litils virði fyrir land og lýð, að hvorki
Magnús Stephensen í þessari ritgerð né nefndin öll í skýrsl-
um sínum og nefndaráliti nefnir Alþingi á nafn. Það eru
sérstofnanirnar, lögþingin og yfirrétturinn, sem leggja á
niður, og hin þráða endurbót. landsyíirdómurinn, skal koma
i þeirra stað; og ekki nefna þeir yfirréttinn gamla svo á
nafn, að ekki sé bundið við hann lítilsvirðandi lýsingarorð,
svo sem hinn »lítilfjörlegi«, »aumlegi« eða »skrítni« yfirréttur.