Skírnir - 01.01.1930, Page 268
262
Alþingi árin 1798—1800.
[Skírnir
í stefjum þessum er ekki beiskja, en kennir saknaðar
af flutningi Alþingis frá Þingvelli. Þjóðin áttaði sig ekki
þegar á því, sem gerzt hafði, og meðvitundin um missi
þingsins gerði ekki vart við sig fyrr en síðar, en þó áður
en langt leið. En hér skal ekki farið frekara út í það efni.
En enginn veit, hvað átt hefir, fyrr en misst hefir;
svo má og segja um stjórnina. Það er eins og hún verði
fyrri til en íslenzka þjóðin að sakna Alþingis. Skilningur
stjórnarinnar varð því næmari á kosti Alþingis, sem reynd-
in varð sú, að kostnaðurinn við hina nýju stofnun varð
árlega um 2000 rdl. meiri en við hið eldra skipulag; hér
við bættist, að það kom á daginn, að ekki myndi þurfa
minna en 8000 rdl., til þess að koma upp eða kaupa sæmi-
legt hús handa landsyfirdóminum, og loforð sitt um hús
þetta reyndist stjórninni erfitt að efna. Þetta fékk henni
allt nokkurrar áhyggju. Skrifuðust stjórnarráðin innbyrðis
á um málið, sbr. rentukammerbréf 8. jan. 1803 og kansellí-
bréf 25. s. m., þar sem Ludvig Erichsen var falið að rann-
saka, hvort ekki myndi heppilegast að afnema landsyfir-
dóminn og endurreisa Alþingi. En hann snerist öndverður
við endurreisn Alþingis, enda telur hann, að íslendingar
muni eigi sakna þess. Að visu veittist hann siðar freklega
að landsyfirdómendunum og jafnvel dómstólnum sjálfum,
en honum tókst að standast bæði árás hans og þær, er
síðar voru gerðar, og vinna sér traust og virðing þjóðar-
innar, eftir því sem árin liðu.
Þjóðinni var ljóst, að hér var orðin mikil réttarbót
með hinum nýja dómstóli. Dómsleiðin orðin styttri, en
jafnframt fengin betri trygging fyrir stórum greiðara mála-
rekstri og réttaröryggi, þar sem dómurinn var skipaður
hinum hæfustu mönnum, er voru fyllilega óháðir og þurftu
engum öðrum störfum að gegna. Þjóðin óskaði ekki þess
að afnema Iandsyfirdóminn og endurreisa í staðinn Alþingi
18. aldarinnar. Það er allt annað og fullkomnara Alþingi,
sem stóð fyrir hugskotssjónum hennar og hún vildi endur-
reisa.