Skírnir - 01.01.1930, Page 284
278
Alþingi árið 1845.
[Skirnir
á þetta. En konungsfulltrúi reis nú upp. Viðurkenndi hann
að vísu, að Alþingistilsk. bannaði eigi berum orðum þing-
hald í heyranda hljóði, en hún leyfði það eigi heldur. Þess
vegna gæti hann ekki látið það við gangast, nema leyfi
konungs til þess væri fengið. En þingið gæti auðvitað
sent bænarskrá til konungs um það. Konungsfulltrúi benti
á, að konungur hefði alls ekki getað orðið við framkomn-
um tilmælum um þinghald í heyranda hljóði, og mætti af
því álykta, að konungur vildi eigi nú leyfa það hér, fremur
en á ráðgjafarþingunum dönsku. Kvað hann þjóðarviljann
eigi koma hér til greina, eins og nú stæði sakir, heldur
einungis vilja hins einvalda konungs. Jón Sigurðsson svar-
aði konungsfulltrúa meðal annars því, að konungur hefði
visað mönnum í úrskurði 20. maí 1840 til hinnar fornu
þingskipunar að því leyti sem henni yrði fylgt, og kvað
það bezt haga í þessu atriði. Jón yfirdómari Jónsson tók
í sama streng sem konungsfulltrúi, og þegar Hannes Step-
hensen ætlaði að svara Jóni Jónssyni, þá skar forseti niður
umræður um málið og sagði fundi slitið. Alþingi 1845 var
því háð fyrir luktum dyrum. Svo var og 1847. En 1849
virðist þessu breytt, eftir orðum konungsfulltrúa að dæma
í Alþtíð. 1849, bls. 63—64.
2. Til hins fyrsta ráðgjafarþings bárust hvorki meira
né minna en 17 bænarskrár um ýmsar breytingar á Alþingis-
tilskipuninni og Alþingishaldi. Skal hér helztu atriðanna
stuttlega getið:
a. Allar höfðu bænarskrárnar tilmæli um breytingar
á ákvæðum Alþingistilskipunarinnar uin kosningarrétt og
kjörgengi til Alþingis. Sumir vildu alls eigi hafa eign kosn-
ingarréttarskilyrði eða kjörgengis, en aðrir vildu færa eign-
ina niður í 5 eða í mesta lagi 10 hundraða virði tiundar-
bærs fjár, og sumir, að allir skattbændur hefði þessi rétt-
indi. Þessar kröfur voru að miklu leyti teknar til greina
með tilsk. 6. jan. 1857.
b. í flestum bænarskránum var farið fram á fjölgun
þjóðkjörinna þingmanna, en mjög voru óskir manna þar
sundurleitar. Sumir vildu fjölga um 6, aðrir 10, 18 eða