Skírnir - 01.01.1930, Page 289
Skirnir]
Alþingi árið 1845.
283
og Mýrasýslu. Undir bænarskrárnar úr sýslunum höfðu
ritað 2236 bændur.
Höfuðatriði í bænarskránum voru þessi:
1. Að leyfð yrði öllum þjóðum verzlun við ísland. f
fáeinum fara menn þó ekki alveg svo Iangt. Hún-
vetningar og Skagfirðingar hugðust að takmarka
verzlunarfrelsið við Evrópu og Ameríku, en Ey-
firðingar og Þingeyingar við tilteknar þjóðir í Ev-
rópu.
2. Að lausaverzlun yrði leyfð, sumar hafa einungis
þegnum Danakonungs, en aðrar öllum.
3. Að sveitaverzlun yrði leyfð hverjum þar til hæf-
um manni.
4. Að tollur sá, 50 ríkisdalagjaldið, sem hvíldi á öðr-
um en þegnum Danakonungs, ef þeim yrði Ieyft að
verzla hér af skipi, yrði af numinn eða að minnsta
kosti lækkaður í 5 eða 10 dali, og að tollar yrði
sem minnstir á verzluninni yfirleitt.
í mál þetta var kosin 5 manna nefnd (Jón Sigurðsson
skjalavörður, Þórður Sveinbjörnsson, Jón Guðmundsson,
Hannes Stephensen og Jón Jónsson (Johnsen) yfirdómari).
Nefnd þessi samdi rækilegt nefndarálit, og mun Jón Sig-
urðsson, sem var framsögumaður hennar, hafa átt mestan
þátt í því. Er nefndin öll sammála um það meginatriði, að
íslandi sé fyrir beztu, að öllum þjóðum verði veitt heimild
til verzlunar við það, og rökstyður þá skoðun sína mjög
rækilega, og leggur til, að einungis 5 rd. tollur verði tek-
inn af hverri lest skips. En nefndarmenn greindi á um
framkvæmdirnar. Meiri hlutinn (Jón Sigurðsson, Jón Guð-
mundsson o» Hannes Stephensen) vildu þegar leyfa öllum
verzlun við öll löggiltu kauptúnin, þau, er þá voru og
síðar bættist við, en minni hlutinn (Þórður Sveinbjörnsson
og Jón Jónsson) töldu »varygðarmeira nú fyrst um sinn
að leyfa ekki útlendum verzlun, nema á fimm stöðum,
Reykjavík, Stykkishólmi, ísafirði, Akureyri og Eskifirði«.
Töldu þeir þessa staði líklegasta til þess að geta »tekið á