Skírnir - 01.01.1930, Page 298
292
Þjóðfundurinn árið 1851.
[Skírnir
og safnað undirskriftum. Langbeztar voru undirtektir í Norð-
lendingafjórðungi, en verstar í Reykjavík og Gullbringu-
sýslu. Loks voru svo 18 samhljóða bænarskrár úr 12 sýsl-
um með 1940 nöfnum undir sendar stiftamtmanni og auk
þess 4 úr öðrum sýslum undirskrifaðar af 340 mönnum.
Þær gengu ekki eins langt og Þingvallabænarskráin.')
Rosenörn sendi konungi bænarskrána og lét fylgja
umsögn sína. Segir hann, að þó íslenzka þjóðin sé fámenn,
þá sé þjóðerni hennar svo fast og einkennilegt, að engin
von sé til, að hún láti sér lynda, að hin nýja stjórnarskip-
un sé leidd í lög að henni fornspurðri. Ennfremur séu ís-
lendingar konunghollir og góðir þegnar, sem ekki þurfi að
óttast að grípi til neinna örþrifaráða.1 2)
Svar stjórnarinnar kom í konungsbréfi 23. sept. 1848.3)
Þar er sagt, að það sé ekki tilgangur konungs, »að aðal-
ákvarðanir þær, sem þurfa kynni til að ákveða stöðu ís-
lands í ríkinu með lögum, eftir landsins frábrugðna ásig-
komulagi, skuli verða lögleiddar að fullu og öllu fyrr en
eftir að íslendingar hafi látið í ljós álit sitt um það á þingi
sér, sem þeir eiga í landinu sjálfu, og skal það, sem þörf
gerist um þetta efni, verða lagt fyrir Alþingi á næsta lög-
skipuðum fundi.«3)
Með þessu konungsbréfi var grundvöllurinn undir þjóð-
fundinn lagður, og var því vel tekið af íslendingum og
menn væntu alls hins bezta.
Stjórnin kvaddi Pál Melsteð sýslumann utan til þess
að hjálpa henni til þess að semja kosningalög fyrir þjóð-
fundinn. Þau voru síðan lögð fyrir Alþingi 1849, en þingið
var ekki ánægt með þau. Einkum líkaði mönnum illa, að í
frumvarpi stjórnarinn-ir var ákveðið að kjósa fulltrúana
með óbeinum kosningum og kosningarréttur bundinn við
30 ára aldur. Alþingi gerði því miklar breytingar á frum-
varpinu, svo það varð miklu frjálslegra en kosningalög til
1) Ný félagsrit 1849, bls. 22—35.
2) Departementstidende 1848, nr. 50.
3) Lovs. f. Isl. XIV., bls. 183.