Skírnir - 01.01.1930, Page 299
Skírnir]
Þjóðfundurinn árið 1851.
293
Alþingis á þeim tímum. Páll Melsteð, er var konungsfull-
trúi á Alþingi 1849, lagðist á móti hinum frjálslyndu breyt-
ingartillögum þingmanna, en fékk ekki við ráðið. Lögin
voru afgreidd frá þinginu 6. ágúst!) og fengu staðfest-
ingu konungs 28. sept. sama ár.1 2) í þeim var ákveðið, að
á þjóðfundinum skyldi eiga sæti 40 þjóðkjörnir og 6 kon-
ungkjörnir fulltrúar.
Mjög fjölmennur fundur var haldinn á Þingvöllum 28.
júní 1849 til þess að ræða um kosningar til þjóðfundarins.3)
íslendingar höfðu vænzt þess, að þjóðfundurinn yrði
haldinn 1850, og fulltrúar voru kosnir í maí það ár, en þá
kom konungsbréf 16. maí 1850, sem kvaddi þjóðfundinn
saman 4. júlí 1851.4) Þetta vakti mikla gremju hér á landi,
og sumir fóru að efast um góðan vilja stjórnarinnar. En
þess ber að gæta, að Danir áttu fullt í fangi með upp-
reisnina í hertogadæmunum og höfðu lítið hugsað um
málefni íslands, enda var því borið við af stjórninni, að
málið væri ekki nægilega undirbúið. Þó kann að vera, að
stjórninni hafi líka þótt helzt til mikill hiti í íslendingum
og því viljað bíða og vita, hvort hann kólnaði ekki.5)
Þingvallafundur var haldinn 10.—11. ágúst 1850, og
komu þangað 180 menn víðsvegar af landinu. Hannes
Stephensen hafði boðað til fundarins og stýrði honum.
Þar var samið ávarp til íslendinga, er flutti álit fundarins
um réttindi íslendinga til að vera sjálfstæð þjóð, og í því
var einnig skorað á íslendinga, að kjósa nefnd í hverri
1) Alþt. 1849, bls. 937.
2) Lovs. f. Isl. XIV., bls. 342.
3) Þjóðólfur I., bls. 74.
4) Lovs. f. Isl. XIV., bls. 456.
5) Yfirvöldin i Reykjavik fóru nú að sýna talsverða rögg af
sér gegn hinum nýju hreyfingum. Einkum virðist þeim hafa verið
illa við prentfrelsi, eins og jafnan er venja harðstjórnar. Þann 20.
febr. 1850 stöðvuðu stiftsyfirvöldin útkomu Þjóðólfs, eins og frægt
er orðið. Siðan neituðu þau að prenta »Undirbúningsblað undir
þjóðfundinn«, og loks neitaði Pétur lektor að taka auglýsingu um
Þingvallafundinn 1851 i blað sitt »Lanztíðindin«. Þessar ráðstafanir
allar urðu yfirvöldunum til skapraunar og álitshnekkis.