Skírnir - 01.01.1930, Page 309
Skírnir] Þjóðfundurinn árið 1851. 303'
Einokunarverzlun Dana var létt af með konungsbréfi
18. ágúst 1786, og þó það væri að sönnu mikill viðburður
i sögu vorri, þá kom þó brátt í ljós, að verzlunin batnaði
ekki eins mikið og menn höfðu vænzt. Þess vegna hófst
skömmu síðar barátta fyrir því, að fá fullkomlega frjálsa
verzlun. Þessi barátta hófst með almennu bænarskránni
1795 og hélt áfram, þó stundum væri hlé á, til 1854, er
sigurinn var unninn.
Á þessum 60 árum, er baráttan stóð yfir, hafði hvað
eftir annað verið rýmkað lítilsháttar um verzlunarböndin.
Verzlunarstöðum fjölgað og útlendingum leyft með vissum
skilyrðum að reka hér verzlun í smáum stíl, en í rauninni
var verzlunin allan þennan tíma því nær eingöngu í hönd-
um Dana. Þau verzlunarleyfi, er utanríkismenn fengu, voru
þeim lítils virði, því þeim var með háum tollum og leiðar-
bréfagjöldum gert ókleift að keppa við Dani.
Þegar á hinu fyrsta Alþingi 1845 var samþykkt bæn-
arskrá um frjálsa verzlun hér á landi. Stjórnin kvað ekki
hægt að ráða þessu máli til lykta fyrr en eftir miklar
rannsóknir, en íét í veðri vaka, að hún mundi taka málið
að sér.‘) Alþingi 1849 ítrekaði beiðnina um verzlunarfrelsið
og stjórnin lét fara fram miklar rannsóknir og lofaði að
leggja frumvarp um verzlunina fyrir þjóðfundinn, enda sá
stjórnin, að gamla tilhögunin gat ekki dugað lengur. Hug-
myndin um frjálsa verzlun var alls staðar að ryðja sér til
rúms í nálægum löndum. Eins og vænta mátti, reyndu
kaupmenn af alefii að spilla fyrir framgangi málsins. Áttu
þeir mikinn þátt í, hve það drógst á langinn að ráða
verzlunarmálinu til lykta.
Verzlunarfrumvarp stjórnarinnar var Iagt fyrir þjóð-
fundinn þann 12. júlí. Það var að mörgu leyti hagstætt
íslendingum, enda samið á þeim grundvelli, er lagður var
með bænarskrá Alþingis 1845, en þó þótti fundarmönnum
það ekki ganga nógu langt. í frumvarpinu var ákveðið, að
írá 1. apríl næsta ár mætti innanríkisráðherrann veita út-
1) Alþ.t. 1847, bls. 11.