Skírnir - 01.01.1930, Page 310
304
Þjóðfundurinn árið 1851.
[Skírnir
lendingum leyfi til þess að sigla á íslenzkar hafnir, en þó
skyldu þeir fyrst koma til Reykjavíkur. Ráðherrann, eða
eftir skipun hans stiftamtmaður, átti að gefa út leiðarbréf
fyrir útlend skip, og átti að greiða 5 dala toll af hverju
lestarrúmi auk venjulegs leiðarbréfagjalds. *)
Það er auðséð, að stjórnin hefir ætlað að þóknast
bæði kaupmönnum og íslendingum. Verzlunin var gefin
frjáls í orði kveðnu, en fi nm dala tollurinn gerði útlend-
ingum lítt mögulegt að keppa við Dani. Þá var ákvæðið
um, að útlend skip ættu fyrst að koma til Reykjavíkur, til
hins mesta óhagnaðar. Það var ekki þægilegt fyrir kaup-
mann, sem ætlaði að senda skip til Norður- eða Austur-
lands, að þurfa að láta það fyrst koma til Reykjavíkur.
Þó frumvarpið væri hvergi nærri eins gott og þjóð-
fundarmenn höfðu búizt við, þá hafði mikið áunnizt, þar
sem stjórnin hafði viðurkennt rétt íslendinga til þess að
verzla við menn utan danska rikisins. Þess vegna var frum-
varpinu vel tekið, og menn væntu þess, að laga mætti
frumvarpið, án þess að stjórnin yrði því mótfallin.
Sjö manna nefnd var sett til að athuga málið og gerði
hún allmiklar breytingar við frumvarp stjórnarinnar, er all-
ar miðuðu að þvi að gera útlendingum hægara að reka
hér verzlun. Leiðarbréfagjaldið var afnumið og tollurinn
lækkaður úr 5 dölum ofan í 2 af hverri lest. Utanríkisskip
skyldu eigi þurfa að koma fyrst tii Reykjavíkur o. s. frv.
Þegar álit nefndarinnar kom til umræðu, reis Trampe
greifi konungsfulltrúi upp og hóf andmæli gegn breyting-
um nefndarinnar. Taldi hann þær hættulegar og óvíst að
stjórnin vildi ganga að þeim. Ennfremur hélt hann því
fram, að verzlun fastakaupmanna mundi líða undir lok, ef
frumvarpið öðlaðist lagagildi, en heill landsins væri að
miklu leyti undir því komið, að verzlun fastakaupmanna
blómgaðist.
Jón Sigurðsson varð til andsvara og varði frjálsa verzl-
un og sýndi, hve nauðsynleg hún \ æri fyrir íslendinga.
1) Þjóðf.t., bls. 417—419.