Skírnir - 01.01.1930, Page 316
310
Alþingi árið 1903.
[Skirnir
Það var því engin furða, þótt ekki liði á löngu, áður
en farið væri að hugsa til breytinga á stjórnarskránni. Á
Alþingi 1885 var borið fram hið svonefnda endurskoðunar-
frumvarp (Benedikzan) og samþykkt. Aðalatriði þess frum-
varps var, að konungur léti landstjóra, er hefði aðsetur í
landinu, framkvæma vald sitt, en framkvæmdarstjórnina
áttu 3 ráðgjafar að annast með ábyrgð fyrir Alþingi. Það
var þetta atriði, búseta æðsta valdsmannsins í landinu
sjálfu eða heimastjórn, eins og þessi stefna var síðar nefnd,
sem var þungamiðjan í hinni fyrirhuguðu stjórnarskipun.
Allar aðrar breytingar voru annaðhvort eðlilegar afleið-
ingar af búsetunni eða þess eðlis, að þær gátu verið samn-
ingsatriði.
Þetta frumvarp kom fram á mjög óhentugum tíma.
Hér á landi var þá hin mesta óáran, er hélzt við um allt
að því einn áratug, svo að fólk þyrptist til Vesturheims
svo að hundruðum skifti árlega. í Danmörku sat þá að völd-
um harðsnúin afturhaldsstjórn. Það mátti því vera ljóst
þegar frá upphafi, hvernig svar hennar myndi verða við
endurskoðunarfrumvarpinu. Það kom 2. nóvbr. 1885 á þá
leið, að konungur gæti á engan hátt staðfest frumvarpið,
þvi að með því myndi ísland »í raun og veru verða leyst
úr öllu sambandi við ríkið; setu ráðgjafans í ríkisráði
Dana yrði ekki raskað; hann yrði því að vera búsettur við
hlið konungs í Kaupmannahöfn«. Þrátt fyrir þessa afdráttar-
lausu neitun var frumvarpið samþykkt á ný á aukaþing-
inu 1886.
Á Alþingi 1889 kom fram hin svo nefnda »miðlun«.
Hún gerði, eins og fyrra frumvarpið, ráð fyrir innlendri
stjórn, landstjóra með ráðgjöfum, en jafnframt var gert ráð
fyrir annari stjórn erlendis við hlið konungs. Óþarft er að
fjölyrða um hana frekar, því að allur þorri landsmanna
var henni mótfallinn.
1893 var endurskoðunarfrv. frá 1885 borið fram á ný,
óbreytt í öllum atriðum og samþykkt, og sömuleiðis á
aukaþinginu 1894. Því var synjað staðfestingar af sömu
ástæðum sem fyrr, enda var þá enn hin sama stjórn við