Skírnir - 01.01.1930, Page 319
Skirnir]
Alþingi árið 1903.
313
að íara fram í september s. á. Báðir flokkar höfðu mikinn
viðbúnað og það var í fyrsta skifti, sem verulegur hiti
varð við kosningar, og var hann þó eðlilega ekkert í sam-
anburði við kosningaæsingar síðari ára. Kosningar féllu
svo, að Heimastjórnarflokkurinn hafði 18 vissa sín megin
eða réttan helming þingmanna, Framsóknarflokkurinn hafði
17 vissa, en um einn þótti óráðið. Það leit því helzt svo
út, sem ekkert frumvarp gæti náð fram að ganga á næsta
þingi. En þegar til þings kom 1901 gat einn Heimastjórn-
armanna, síra Arnljótur Ólafsson, ekki mætt þar vegna
vanheilsu; óráðni þingmaðurinn gekk í lið með Framsókn-
armönnum; urðu þeir þanníg í meiri hluta á þinginu og
notuðu flokksafl sitt til þess að kjósa forseta deildanna úr
andstæðingallokki, en forsetar höfðu þá ekki atkvæðisrétt
á þingi. Höfðu þeir því ineiri hluta í báðum deildum, 12:10
í Neðri deild og 6:5 í Efri deild.
í boðskap konungs til Alþingis 17. maí 1901 er tekið
fram um stjórnarskrármálið, að óskir manna um breytingar
á stjórnarfarinu hafi ekki enn fengið fylgi Alþingis með
þeim takmörkunum, er geri þær aðgengilegar fyrir stjórn-
ina, »en fáist fylgi Alþingis til þess í ár, er það framvegis
ætlun vor að synja ekki, er til kemur, um samþykki vort
til þess, að þannig breytt skipun komist á«. Samkvæmt
þessu heitorði bar dr. Valtýr Guðmundsson með þremur
öðrum þingmönnum upp þegar í byrjun þings frumvarp til
stjórnarskrárbreytingar. Þetta frumvarp var nokkuð víð-
tækara en upphaflega frumvarpið frá 1897. Eftir þessu
frumvarpi skyldi framkvæmdarvaldið vera í höndum sér-
staks ráðgjafa, er átti að skilja og tala íslenzka tungu;
hann átti að bera ábyrgð á stjórnarathöfninni; hann átti
sæti á Alþingi samkvæmt embættisstöðu sinni; Alþingi
skyldi fjölgað um 4 þingmenn. Kosningaréttur til Alþingis
var rýmkaður nokkuð. Innanlands var æðsta valdið óbreytt,
en á ábyrgð ráðgjafans.
Gagnvart þessu frumvarpi báru allir Heimastjórnar-
nienn í Neðri deild, að forseta undanskildum, fram sér-
stakt frumvarp (10 manna frumvarpið). í því var aðal-