Skírnir - 01.01.1930, Page 332
Skirnir]
Alþingi árið 1918.
326
málið höfðu strandað, voru tekin upp tvö sérstök deilu-
mál, er íslendingar hugsuðu sér leyst út af fyrir sig. Þessi
mál voru ríkisráðsákuæðið í stjórnskipunarlögum nr. 16,
3. okt. 1903, þar sem segir, að íslenzk sérmál skuli bera
upp fyrir konungi »í ríkisráði«, og fánamálið. Deilan um
ríkisráðsákvæðið lyktaði í bili með því, að það var tekið
úr stjórnskipunarlögunum með stjórnarskrárbreytingunni
19. júní 1915, en þó svo, að konungur lýsti því yfir að
undirlagi danska forsætisráðherrans, að íslenzk mál skyldi
þó framvegis borin upp í ríkisráði og að ekki mætti vænta
breytingar á þeirri tilhögun, nema nýrri skipun yrði komið
á ríkisréttarsamband landanna.
í fánamálinu vannst það á 1913, að löggiltur var handa
landinu heimafáni svo nefndur, er nota mátti á landi og í
landhelgi. Árið 1915 var gerð fánans ákveðin, sú, sem nú
er á fána landsins. Utan landhelgi varð hvert íslenzkt skip
framvegis að sigla undir fána Danmerkur. Auðvitað full-
nægði þessi heimafáni (»skattlandssvuntu« kölluðu sumir
hann) alls ekki óskum landsmanna eða kröfum. Almennan
siglingafána vildu menn hafa.
Atburðir þeir, sem gerðust í fánamálinu á Alþingi
1917 voru næsti undanfari tíðindanna á Alþingi 1918.
Verður því að nema staðar við meðferð fánamálsins á Al-
þingi 1917.
Með lögum 2. jan. 1917 var ráðherrum fjölgað. Urðu
þeir nú 3: Jón Magnússon varð forsætisráðherra, og réði
Heimastjórnarflokkurinn kjöri hans, Björn Kristjánsson varð
fjármálaráðherra, og réð annað flokksbrot Sjálfstæðismanna
(»Þversum«) kjöri hans, en hinn nýstofnaði Framsóknar-
flokkur réð þriðja manninum, Sigurði Jónssyni, er varð at-
vinnumálaráðherra. Var það að erlendum dæmum að velja
sinn mann úr hverjum þessara 3 flokka. Var það kölluð
stríðsráðstöfun.
í neðri deild Alþingis 1917 var skipuð 10. júlí 7 manna
nefnd til þess að íhugamál Sjálfstæðismál landsins. Nefnd
þessi var kölluð fullveldisnefnd. Hún bar fram tillögu til
þingsályktunar um konungsúrskurð um fullkominn siglinga-