Skírnir - 01.01.1930, Page 333
Skírnir]
Alþingi árið 1918.
327
fána fyrir ísland. Efni tillögunnar var annars það, að AI-
þingi skoraði á stjórnina að sjá um, að íslandi yrði þegar
ákveðinn fullkominn siglingafáni með konungsúrskurði og
ályktaði að veita heimild til þess, að svo verði farið með
málið. í neðri deild var tillaga þessi samþykkt með öllum
atkvæðum, nema ráðherranna (Jóns Magnússonar og Björns
Kristjánssonar), sem ekki greiddu atkvæði, af því að tillagan
var áskorun til þeirra. Síðan gekk þingsályktunartillagan
til efri deildar. Þar hafði engin fullveldisnefnd verið skip-
uð, og því var þar kjörin 5 manna nefnd í málið. Réð
nefndin deildinni einum rómi til að samþykkja tillöguna.
Gerði deildin það og. Ráðherra sá (Sigurður Jónsson), sem
sæti átti í efri deild, greiddi þó ekki atkvæði af sömu
ástæðu sem áður segir um hina ráðherrana. Var tillagan
svo afgreidd frá þinginu til ráðuneytisins.
Haustið 1917 fór forsætisráðherra (Jón Magnússon) til
Danmerkur að vanda til þess að bera lög, er Alþingi hafði
afgreitt 1917, og fleiri mál fyrir konung. Meðal þeirra mála
var fánamálið. Samkvæmt þingsályktuninni 1917 gerði for-
sætisráðherra þá tillögu til konungs, að hann gæfi út úr-
skurð, þar sem íslandi væri ákveðinn almennur siglinga-
fáni, að gerð slíkur sem heimafáninn áður nefndi.
Forsætisráðherra íslands flutti málið á ríkisráðsfundi,
sem haldinn var 22. nóv. 1917. Forsætisráðherra Dan-
merkur (Zahle) mælti á móti tillögunni, en bætti því þó
við, að Danir sé nú sem fyrr fúsir að ganga til samninga
um sambandið milli íslands og Danmerkur. Ummæli kon-
ungs voru þau, að hann gæti ekki fallizt á tillögu forsætis-
ráðherrans íslenzka, en bætti því við, að þegar skoðana-
munur verði milli landanna, þá muni heppilegra að taka
upp almennar samningatilraunir en að taka eitt mál út úr
(sjá Lögbirtingablað 11. des. 1917). Lauk málinu þannig.
Ráðuneytið íslenzka gerði neitun konungs þó ekki að frá-
fararatriði.
Forsætisráðherra íslands sagði það á ríkisráðsfundinum
22. nóv. 1917, að Alþingi mundi ekki láta fánamálið niður
falla. Af Dana hálfu var að vísu ekki veitt beinlínis loforð