Skírnir - 01.01.1930, Page 340
334
Alþingi árið 1918.
[Skírnir
Einarssyni, Kristni Daníelssyni, Guðmundi Ólafssyni, Jó-
hannesi Jóhannessyni, Eggert Pálssyni, Hirti Snorrasyni og
Magnúsi Torfasyni. Tillagan kom til umræðu í neðri deild
á 5. fundi hennar 19. apríl. Bjarni Jónsson tók einn til
máls, og var tillagan síðan samþykkt með öllum atkvæð-
um. Því næst var nefndin kosin í neðri deild. Komu fram
3 listar, A-listi frá Sjálfstæðis-»Þversum« og fékk einn mann
í nefndina (Bjarna Jónsson), B-listi frá Heimastjórnarmönn-
um og Sjálfstæðis-»Langsum« og komu þaðan 4 menn í
nefndina (Magnús Pétursson, Magnús Guðmundsson, Þórar-
inn Jónsson og Matthías Ólafsson) og C-listi frá Fram-
sóknarmönnum, er kom 2 mönnum í nefndina (Jóni Jóns-
syni og Sveini Ólafssyni). Sama dag var tillaga efri deildar
manna rædd þar. Karl Eínarsson hafði þar framsögu. Fór
þar um tillöguna með sama hætti sem í neðri deild. Þar
komu fram 2 listar, A-listi frá Sjálfstæðis-»Þversum« og
komu þaðan 2 menn í nefndina (Karl Einarsson og Magn-
ús Torfason) og B-listi frá Heimastjórnarflokki og Fram-
sókn og komu þaðan 3 nefndarmenn (Jóhannes Jóhannes-
son, Eggert Pálsson og Guðmundur Ólafsson, með hlutkesti
milli hans og Kristins Daníelssonar, sem hafði verið 3.
maður á A-lista).
Nefndir þessar voru kallaðar fullveldisnefndir, eins og
1917. Þær gengu saman í eina nefnd (samuinnunefnd).
Þær sömdu ekkert nefndarálit og yfirleitt kom ekkert frá
þeim opinberlega, nema ein tillaga, sem siðar verður get-
ið. Allt um það var nefndarskipun þessi alls ekki þýðing-
arlaus. Bæði nú og 1917 hafði fullveldisnefnd merkileg mál
með höndum, og hefir sjálfsagt stuðlað að því að útrýma
flokkadrætti bæði um fánamálið 1917 og um fullveldis-
málið 1918. Þar á móti verður varla sagt, að hún hafi lagt
neitt verulegt til lausnar sambandsmálsins 1918, er samninga-
mönnum mætti að haldi koma, enda verður vikið síðar að
því. Fullveldisnefndir sátu þó á rökstólum lengi þings 1918,
því að bið varð mikil eftir komu hinna dönsku samninga-
manna. Og verður nú að greina nokkuð frá því, er í Dan-
mörku gerðist um þessar mundir og sambandsmálið varðar..