Skírnir - 01.01.1930, Síða 343
Skírnir]
Alþingi árið 1918.
337
um það, hvernig haga skyldi samningum við þá. Var mönn-
um ljóst, að eigi gat komið til mála, að þingið semdi við
þá beinlínis. Þá var tvennt til, að fullveldisnefndum væri
falinn þessi starfi eða að þingið kysi til þess menn úr
sínum flokki. Samningar hlutu að fara fram á dönsku, því
að dönsku fulltrúarnir skildu ekki íslenzku. Og því varð
að velja menn, er við þá gæti talað á dönsku og orðað
tillögur sínar og greinagerðir á dönsku. Um þetta var ekki
heldur neinn vafi eða nokkur misklíð. Forsætisráðherra mun
hafa leitað hófanna í flokkunum um það, hverja kjósa
skyldi. »Þversum«-brot Sjálfstæðisflokksins ákvað að setja
Bjarna Jónsson frá Vogi í samninganefndina, Framsókn
Þorstein M. Jónsson, en Heimastjórnarmenn og »Langsum«
Jóhannes Jóhannesson og Einar Arnórsson. Voru allir í full-
veldisnefndum, nema sá síðast taldi. Taldi hann og réttara,
að annaðhvort Magnús Guðmundsson eða Magnús Péturs-
son, sem báðir voru í fullveldisnefnd, yrði kjörinn í samn-
inganefndina. En þeir skoruðust undan, enda mæltist Jón
Magnússon fastlega til þess, að Einar tæki sæti í nefnd-
inni. Þegar ákveðið var, hverja skyldi kjósa til samninga
við dönsku fulltrúana, þá bar samvinnunefnd fullveldis-
nefnda upp tillögu til þingsályktunar um að kjósa 4 menn
til þessa starfa, og kom tillagan til umræðu föstudaginn
21. júní í sameinuðu þingi. Tillögumenn kváðust ætlast til
þess, að samningamennirnir væntanlegu bæri öll aðalatriði
samninganna undir fullveldisnefndir og þingflokkana. Tillag-
an var samþykkt í einu hljóði. Siðan kom aðeins fram einn
listi með áður nefndum 4 mönnum, og voru þeir því rétt
kjörnir af hendi þingsins til samninga við dönsku fulltrúana.
Hingað til hafði tekizt að halda fullveldismálinu alveg
utan við flokkadráttu í þinginu frá því 1917, er þingsálykt-
unin um fánann var samþykkt. Munu engir þingmenn hafa
hugsað sér, að samið yrði á öðrum grundvelli en þeim, að
ísland yrði viðurkennt fullvalda ríki, enda sagði forsætis-
ráðherra íslands danska forsætisráðherranum það, að eigi
mundi stoða að ganga til samninga við íslendinga á öðr-
um grundvelli.
22