Skírnir - 01.01.1930, Side 345
Skímirl
Alþingi árið 1918.
339
bauð dönsku nefndarmennina velkomna. Jóhannes Jóhann-
esson stakk nú upp á því, að Hage stýrði fundum nefnd-
arinnar, en Hage vildi, að þeir skiftist á um fundarstjórn,
og var það samþykkt. Nú var dönsku nefndarmönnunum
fengin áður nefnd greinargerð, prentuð á íslenzku og dönsku.
Urðu þegar nokkrar umræður. Dönsku nefndarmennirnir
gerðu ráð fyrir því, að sambandið milii landanna yrði ríkis-
réttarscimbcind, en íslenzku nefndarmennirnir gerðu þá kröfu,
senr jafnan, að sambandið skyldi vera þjóðréttarsamband,
og því yrði að ákveða það með samningi milli landanna.
Mæltust dönsku fulltrúarnir til þess, að islenzku nefndar-
mennirnir gerði skriflega rækilegri grein fyrir skoðunum
sínum. Svo vildu dönsku nefndarmennirnir einnig fá skrif-
lega greinargerð íslenzku fulltrúanna um það, hvaða mál
væri nú sameiginleg eftir skoðun íslenzku nefndarmann-
anna og samkvæmt ríkjandi skipuiagi, og hvaða mál væri
sérmál. íslenzku nefndarmennirnir báðu einnig dönsku full-
trúana að lýsa afstöðu sinni nánar skriflega. Og hétu þeir
því. Fundur þessi stóð U/2 klukkustund. Kom íslendingun-
um ásamt við Danina um fátt, enda lenti þegar í karpi
nokkru milli sumra nefndarmanna.
Næsti fundur var haldinn að morgni kl. 10 þriðjudag-
inn 2. júlí. Dönsku nefndarmennirnir lögðu nú fram grein-
argerð um afstöðu sína. Kváðust þeir mundu geta lagt það
til við danska þingið og dönsku stjórnina, að í báðum lönd-
unum yrði samþykkt lög þess efnis, að Danmörk og Island
skyldi vera frjáls og sjálfstæð (selvstændige) riki (Stater),
er sameinuð væri um sameiginlegt konungsvald og sam-
eiginlegan ríkisborgararétt, og þar sein sagt væri, að þau
hefði gert samning um sameiginlega stjórn utanríkismála,
hervarnir, mynt og æðsta dómstól. Skyldi dönsk stjórnar-
völd fara með sameiginleg mál, þar til öðruvisi yrði ákveð-
ið með lögum, er bæði löggjafarvald Danmerkur og lög-
gjafarvald íslands samþykkti. Og eigi átti ísland að taka
þátt í kostnaði þeim, er meðferð sameiginlegu málanna
hefði í för með sér. Jafnframt vildu dönsku fulltrúarnir, að
hvors lands þegnar hefði jafnrétti við þegna hins og að
22'