Skírnir - 01.01.1930, Page 348
342
Alþingi árið 1918.
[Skírnir
skyldi njóta jafnréttis við danska þegna, og samsvarandi
rétt áttu danskir þegnar að hafa á íslandi, en segja mátti
jafnréttisákvæði þessu upp með ákveðnum fyrirvara. Dóm-
ar hvors lands áttu að vera aðfararhæfir í hinu. Meðan
ísland fæli Danmörku fiskiveiðagæzlu í íslenzkri landhelgi,
skyldi danskir þegnar hafa sömu heimild til fiskiveiða þar
sem íslenzkir þegnar. Og sérstaklega ætlaði ísland að leyfa
Færeyingum fiskiveiðar við ísland um tiltekið árabil, án
tillits til fiskiveiðagæzlu af hendi Danmerkur við ísland,
gegn atvinnurekstri íslendinga á Grænlandi. Svo var og
mælt fyrir um jafnrétti listamanna og vísindamanna um
verk sín, hvorra í sínu Iandi.
3. Þá voru ákvæði um það, að ríkin skyldi gera milli
sín samninga um ýms málefni eftir þörfum, svo sem sam-
göngumál, póstmál, tollmál, símamál o. s. frv.
4. Loks var í uppkastið að samningi þessum tekin
hugmynd dönsku fulltrúanna um millilandanefnd, en tala
nefndarmanna var færð niður í 6, og skyldi þing hvors
landsins kjósa sína 3.
Nú var talað nokkuð um málið fram og aftur, og var
þó eigi sýnilegt enn þá, að saman mundi draga. Var þó
kominn nokkurn veginn fastur grundvöllur undir umræð-
urnar. Lyktaði 4. fundi nefndarinnar með því, að dönsku
nefndarmennirnir ætluðu að semja frumvarp að ákvæðum
um samband landanna, og skyldi það verða lagt fram á
sínum tíma. Var ákveðið að halda ekki fund fyrr en á
laugardag 6. júlí, og ætluðu dönsku nefiidarmennirnir að
nota tímann þangað til til þess að ganga frá frumvarpi sínu.
Á 5. fundi nefndarinnar, laugardaginn 6. júlí, var frum-
varp dönsku nefndarmannanna lagt fram, eins og til stóð.
Kölluðu þeir það „Forslag til Dansk-islandsk Forbundslov“.
Höfuðákvæði þessa frumvarps voru þessi:
1. í upphafi segir, að Danmörk og ísland skuli vera
„frie og selvstœndige Stater“. Grundvöllur alls sambands-
ins skyldi vera sameiginlegur konungdómur og sameigin-
legur þegnréttur. Um sameiginlega konungdóminn var ekki
ágreiningur. Dönsku fulltrúarnir sögðu það jafnan, að ef