Skírnir - 01.01.1930, Síða 350
344
Alþingi árið 1918.
[Skírnir
rétti milli danskra manna á íslandi og íslenzkra manna, og
milli islenzkra manna í Danmörku og danskra manna þar,.
að allir þegnar konungs hefði jafna heimild til fiskiveiða í
landhelgi beggja landanna, hvar sem þeir ætti heima, jafn-
rétti skipa og verndar-ákvæði um vörur hvors lands í hinu,
sem nú eru í sambandslögunum. Loks segir, að íslending-
ar, búsettir á Íslandi, skuli undanþegnir herskyldu í Dan-
mörku. Með því að þegnréttur skyldi sameiginlegur vera„
þá mundi allir íslendingar hafa orðið herskyldir í Dan-
mörku, ef Danir vildi hafa það svo, nema varnagli væri
um það sleginn í sambandslögunum. Auðvitað voru is-
lenzku nefndarmennirnir óánægðir með þessi ákvæði flest-
b. Þá voru nánari ákvæði um meðferð utanríkismál-
anna, er vera áttu sameiginleg, eins og fyrr er sagt. Þurfti
að kveða á um það, hver með þau skyldi fara. Var sva
mælt í 6. gr. frumvarpsins, að danska utanríkisstjórnin hefðii
allt forræði á utanríkismálum Danmerkur og íslands. Þó
skyldi ríkjasamningar, er vörðuðu ísland sérstaklega, ekki
koma til framkvæmdar á íslandi, nema samþykki réttra
islenzkra stjórnarvalda kæmi til. Og sjá átti fyrir því, að í.
utanríkisráðuneyti Danmerkur yrði skipaður skrifstofustjóri
eða fulltrúi til þess að starfa að íslenzkum málum. Einnig
var fyrirheit um það, að skipa skyldi eftir kröfu íslands og
á þess kostnað sendiherra eða konsúl, þar sem enginn slíkur
umboðsmaður væri.
c. í sambandi við hervarnirnar má nefna það ákvæði„
að Danmörk átti að gœta íslenzkrar landhelgi, en ísland
átti þó að »hafa rétt til að taka þátt í gæzlunni eftir nán-
ara samkomulagi við Danmörk« (7. gr.). Það var að vísu
talað um islenzka landhelgi, en Danmörk átti eftir þessu
að hafa ráðin yfir henni og ísland mátti ekki auka gæzl-
una, nema samkvæmt samkomulagi við Danmörku.
d. Myntskipunin átti að vera sú, sem nú er, meðan
myntsamband Norðurlanda stendur (8. gr.). Síðan ákvæði
því Danmörk myntina, því að hún skyldi vera samnings-
bundið sammál eftir 1. gr. frv.
e. Hæstiréttur Danmerkur átti að vera sameiginlegur„