Skírnir - 01.01.1930, Page 352
346
Alþingi árið 1918.
|Skirnir
ráða því, hvernig það lét gæta hagsmuna sinna í hinu
landinu, og að það ætti að bera sjálft kostnað af því.
4. Þá voru ákvæði um millilandanefndina í öllu veru-
legu eins og þau fyrirmæli urðu í sambandslögunum.
5. Að liðnum 20 árum frá því, er lögin kæmi til fram-
kvæmdar, skyldi hvort landið fyrir sig geta krafizt endur-
skoðunar á þeim, og skyldi þá samningar reyndir um hana
(16. gr.). Ekkert segir um það, hvernig fara skuli, ef samn-
ingar stranda. Það er því ekki vafasamt, að þá átti allt að
sitja við það sama. En af því leiddi aftur, að þessi mál
hefði auk konungssambandsins og þegnréttarins öll orðið
óuppsegjanlega sameiginleg og óuppsegjanlega undir for-
ræði og einræði Dana:
1. Utanríkismál.
2. Hervarnir.
3. Herfáni.
4. Mynt.
5. Landhelgigæzla íslands.
ísland hefði auk þess orðið bundið ótakmarkað við
öll jafnréttisákvæði frumvarpsins.
Engin fyrirmæli voru í frumvarpinu um það, hvernig
úrskurða skyldi ágreining milli landanna um skilning á
lögunum. Er ókunnugt, hvernig dönsku fulltrúarnir hugsuðu
sér það gert.
Það er ekki ófróðlegt að bera saman uppástungur
dönsku fulltrúanna við það, sem Danir voru fáanlegir til
að ganga að 1908. Helzti munurinn er í þessu falinn:
1. í »Uppkastinu« 1908, fyrirsögninni (kallað hér 1908),
er sambandið milli landanna berum orðum nefnt »stats-
retligt« (ríkisréttarlegt) og ríkið gert eitt í 1. gr., »Det
samlede danske Rige«, en ísland kallað »et frit, selvstæn-
digt, uafhændeligt Land« (frjálst, sjálfstætt og óafhendan-
legt land). En í frumvarpi fulltrúanna dönsku 1918 (kallað
hér 1918) segir ekkert um það, hvort sambandið sé þjóð-
réttarlegt eða ríkisréttar. ísland, og Danmörk, er kallað
»fri og selvstændig Stat« (frjálst og sjálfstætt ríki).
2. Fiskiveiðagæzlan við ísland var sammál eftir »1908«,