Skírnir - 01.01.1930, Page 359
Skírnir]
Alþingi árið 1918.
353
aðeins um orðalag í einu eða tveimur atriðum. En íslenzku
nefndarmennirnir vildu þó ekki binda sig til að vera með
meðferð Dana á íslenzkum utanríkismálum fyrr en þeir
hefði borið málið undir flokksmenn sína. Um fiskiveiða-
gæzlu, mynt og hæstarétt varð líka samkomulag (8.—10.
gr.), svo og um fjármála-ákvæðin (13. gr.) og um fyrirsvar
hvors lands í hinu (15. gr.) og millilandanefndina (16. gr.).
Þar á móti varð ekkert samkomulag um gerðardóm í deilu-
málum um skilning sambandslaganna eða framkvæmd, sem
íslenzku nefndarmennirnir höfðu stungið upp á. Og slepptu
dönsku fulltrúarnir alveg ákvæði um það atriði. Þar á móti
varð þeim þokað til þess að ganga að fyrirmælum um
uppsögn sambandslaganna. Settu þeir nú í frumvarp sitt
þannig lagað ákvæði, að þing hvors lands gæti heimtað
endurskoðun samnings þess (ekki fyrirmæla um konung-
dóminn, er lægi utan við samninginn), er fólginn væri í
sambandslögunum, 25 árum eftir að lögin væri komin í
framkvæmd. Ef eigi yrði samkomulag um nýja skipun inn-
an 5 ára, þá gat hvort land krafizt þess, að brottfall samn-
ingsins í lögunum yrði borið undir atkvæði almennra kjós-
enda til Alþingis. Ef nú tvennar atkvæðagreiðslur og með
5 ára millibili sýndi það hvor í sínu lagi, að 3U greiddra
atkvæða væri með samningsslitum, enda hefði bæði skiftin
3/4 kjósenda tekið þátt í atkvæðagreiðslunni, þá skyldi samn-
ingurinn vera brott fallinn. íslenzku nefndarmennirnir voru
óánægðir með þessi ákvæði, þó að þau væri nokkuð í áttina.
Um sjóðs stofnunina og stjórn hans hélt danski nefnd-
arhlutinn óbreyttri afstöðu sinni, sem fram kom í fyrra
frumvarpi hans.
Loks fengust dönsku undirnefndarmennirnir til að setja
í frumvarp sitt nýja grein (18. gr.), þar sem segir, að Dan-
mörk tilkynni erlendum ríkjum, að hún hafi samkvæmt
ákvæðum þessara sambandslaga viðurkennt ísland »som
selostændig Stat«, og að ísland lýsi sig ævarandi hlutlaust
og hafi engan herfána. Hér gerðu þó íslenzku nefndar-
mennirnir sömu athugasemd sem við 1. gr.: Fyrir orðið
„selustœndig“ vildu þeir hafa orðið „suuerœn“.
23