Skírnir - 01.01.1930, Page 373
Skýrslur og reikningar.
ra
afmælis Alþingis. Yrði hann með mörgum ritgerðum þingsögulegs
efnis og miklu stærri en veiið hefði hin siðastliðnu ár. Af Forn-
bréfasafni kæmi 7. hefti XII. bindis, og af íslenzkum annáium 4.
hefti II. bindis. Hafin yrði útgáfa VI. bindis af Safni til sögu íslands
og íslenzkra bókmennta með litlu hefti, ritgerð um Vínlandsferðirnar
fornu, og loks yrði bundinn endir á III. bindi af íslendingasögu
Boga Th. Melsteds, og um leið á þá bók af hendi félagsins, þar
sem höfundurinn hefði lagt svo fyrir, að ekki skyldi prenta meira
af þvi verki að sér látnum. Næði sagan fram undir Stuilunga-öld
svo sem hún væri nú, en höfundurinn hefði gert ráð fyrir, að III.
bindi yrði um 9 örkum stærra en það er nú orðið.
Lagði forseti fram ársbækur félagsins, sem voru þegar nær full-
prentaðar allar, og kvað þess mega vænta, að á þessu ári ykist tala
félagsmanna við hina miklu bókaútgáfu.
Ennfremur skýrði forseti frá, að nú væri byrjuð prentun regist-
urs yfir Sýslumannaæfir; kæmi 1. hefti þess út á þessu ári og yrði
þegar haft til sölu fyrir félagsmenn, en yrði ekki sent út meðal
ársbóka.
VI. Loks skýrði forseti frá því, að fulltrúaráðið legði til, að
þessir fimm menn yrðu kjörnir heiðursfélagar:
E. V. Gordon, prófessor i Leeds,
Knut Liestöl, prófessor í Ósló,
Gustaf Neckél, prófessor í Berlín,
Paul Verrier, prófessor í Parísarborg,
Emil Walter, dr. phil., i Prag.
Voru þessir menn kjörnir heiðursfélagar með öllum greiddum
atkvæðum.
Þá var fundarbók lesin upp og samþykkt. Gerðist ekki fleira og
var fundi slitið.
Einar H. Kuaran.
Matthías Þórðarson.