Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Side 22
22
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
nois. Full ástæða er því til þess, að hans sé nokkuru
nánar getið á íslenzku heldur en gert hefir verið fram
að þessu.
Sveinbjörn Johnson er einn hinna miklu hæfi-
leika- og forystumanna úr íslenzku bygðinni i Pem-
bina-héraði í Norður-Dakota, en fæddur er hann á
fslandi, að Hólum í Hjaltadal, 10. júlí 1883. Hann
misti ioður sinn, Jón Jónsson skipstjóra, kornungur,
en fluttist vestur um haf með móður sinni, Guð-
björgu Jónsdóttur (frá Nesi í Fljótum í Skagafjarð-
arsýslu) og stjúpföður sínum, Ólafi Jóhannssyni
(frá Framnesi í Blönduhlíð i Skagafirði). Settust
þau að i grend við Akra í islenzku bygðinni fyr-
nefndu, og ólst Sveinbjörn þar upp.
Gekk hann á barnaskóla þar i nágrenninu og
komu þá þegar í ljós hinar ágætu námsgáfur hans,
þvi að hann var jafnan fremstur sinna skólasystkina.
Góðu beilli hélt hann áfram á námsbrautinni, þó að
mjög yrði hann, sem aðrir landnemasynirnir af þeim
slóðum, að afla isér fjár til sikólagöngunnar af eigin
rammleik. Hann stundaði undirbúnings- og síðar
æðra nám á rikisháskólanum í Norður-Dakota i
Grand Forks, og lauk þar stúdentsprófi (varð
Bachelor of Arts) árið 1906; meistarapróf (Master
of Arts) tók hann næsta ár, en fullnaðarpróf i lögum
(Bachelor olf La\\rs) 1908. Hafði harnn getið sér hið
ágætasta orð við háskólanámið og hlotið margvislegar
heiðursviðurkenningar. Hann vakti einnig, þegar á
þeim áruim, athygli á sér fyrir ritstörf og ræðu-
mensku.
Að loknu námi vann hann að þvi að koma upp
bókasafni handa ríkisþinginu í Norður-Dakota og
stjórnaði þessu bókasafni um nokkurra ára skeið.
Meðan hann gegndi þeirri stöðu gaf hann út itarlegar
skýrslur um skattamál og vegamál. Síðan gerðist
hann málaflutningsmaður, fyrst i Cavalier þar í rik-
inu og siðar í Grand Forks árum saman; þar var
hann um tima (1921-1922) i félagi við Norðmanninn