Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Side 84
84
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
dvöl og starl', til Bandaríkjanna. Hefir hann staðið
framarlega í fylkingu og verið áhrifamaður í ís-
lenzkum félagsmálum eigi síður en á sviði heilbrigð-
ismálanna.
Okt.—Blaðafréttir geta uni tvo unga íslenzka
efnismenn, er lokið hafi prófum með ágætiseinkunn
á háskólanum í Toronto. Á liðnu vori hlaut John
Frederick Fredrickson (sonur þeirra Kára og Herdis-
ar Frederickson, er búsett hafa verið allmörg ár í
Toronto-l)org) mentastigið “Bachelor oif Arts,” og
síðar á árinu lauik Thor E. Stephenson prófi í véla-
verkfræði (Engineering Physics); hann er sonur
Friðriks Stephenson (fyrruin framkvæmdarstjóra
Columhia Press, látinn fyrir nokkrum árum) og
önnu konu hans i Winnipeg.
Okt.—Um þær mundir vann Daníel Magnússon
námsverðlaun í “clarinet”-spili á hinum kunna hljóm-
listarskóla, Juilliard Graduate School í New York.
Svana Magnússon, móðir Daniels, er búsett í San
Diego, en Hjörtur faðir hans Iöngu látinn; þau áttu
fyrruin heinia i Norður Dakota, og þar er hinn ungi
listamaður fæddur.
Okt.-nóv.—Nálægt þessum mánaðamótum var
August S. Johnson kosinn forseti efstubekkinga a
Búnaðarháskóla Manitobafylkis. Hefir hann verið
forseti bekkjar síns þrjú undanlarin ár og er bæði
ágætur námsmaður og íþróttamaður góður. August
er sonur þeirra Ragnars Johnson og konu hans i
Wapah, Manitoba, en afi hans var Gisli Jónsson frá
Bygðanholti, kunnur athafnamaður.
4. nóv.—Við rikiskosningar í Norður Dakota var
Guðmundur Grimsson endurkosinn dómari i 2. dóm-
gæzluumdæmi ríkisins (District Judge in the Second
Judicial District) gagnsóknarlaust, en áður hafði
hann gegnt því embætti samfleytt í lfi ár. Þessir
fjórir islenzkir lögfræðingar voru einnig endurkosnir