Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Síða 33
ALMANAK 1943
33
um i harðindasveitum, að þeir sáu ekki veg út úr
vandræðunum, annan betri, en að i'lytja sig i land-
gæðin og veðurblíðuna í Canada, og urðu ekki fyrir
vonbrigðum. Til dæmis segist Sveinn hafa mátt til
með að skera 30 lömbin sin undan ánum á laugar-
daginn fyrir hvítasunnu, sem þá var í lok maímánað-
ar; þá var alveg jarðlaust í Borgarfirði og flestir
búnir að reka burtu sauðfé sitt upp á Fljótsdalshérað,
því þar var þá svo hlánað, að sauðbeit var. Þetta
var vorið 1892. Það sumar var svo mikill grasbrest-
ur, að Sveinn segist aðeins hafa fengið 60 hesta af út-
heyi og 30 af töðu, en til heyverka gengu 4 karlar og
3 konur, en 13 manns í heimili. Saint ann hann
mjög fslandi og er ætíð reiðubúinn að styðja mátefni
þess; hann er svo þjóðrækinn. Sveinn er vel ern og
sívinnandi, þó hann sé nú 82 ára gamall. Sveinn son
Jóns Björnssonar heitir Sveinn Thorberg. Ingibjörg
dóttir Sveins á dóttur, að nafni Matthildur, með
seinni manni sínum.
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON er fæddur á
Snotrunesi í Borgarfirði eystra 6. október 1863; ólst
upp hjá foreldrum sínum til 9 ára aldurs, en fór þá
til föðursystur sinnar, Halldóru Ásgrímsdóttur, og
manns hennar Jónasar Jónssonar á Hrærekslæk í
Hróarstungu og var þar nokkur ár, þar til þau fluttu
til Ameríku; þau námu land í Nýja íslandi og settust
þar að. Guðmundur giftist árið 1891 á Sleðbrjót i
Jökulsárhlíð; kona hans er Mekkin Jónsdóttir Þor-
steinssonar frá Surtsstöðum, móðir hennar hét
Mekkin Jónsdóttir bónda á Hrafnabjörgum i söinu
sveit. Frú Mekkin er systir frú Guðrúnar ekkju Jóns
frá Sleðbrjót, sem bjó Iengi hjá Ingibjörgu dóttur
sinni og Birni Eggertssyni manni hennar að Vogar,
Manitoba. Ætt þeirra er talin í Almnnaki ó. S. Thor-
geirssonnr árið 1936 af séra Einari á Kirkjubæ.
Vorið 1893 fluttu þau hjón til Ameríku, dvöldu
eigi lengi i Winnipeg, en fluttu út i þessa hygð og