Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Side 81
ALMANAK 1943
81
þjónustu félagsins í full tuttugu ár og er prentari
og bókbindari að iðn.
Júlí—Um þær mundir hlaut Dr. Wilmar Free-
man (sonur þeirra ólafs Freeman, bankastjóra, og
Sigríðar konu hans í Souris, N. Dakota) full lækna-
réttindi. Hann lauk stúdentsprófi með lofi (Bachelor
of Science Cum Laude) á rikisháskólanum í Minne-
sota vorið 1939; prófi i læknisfræði (Bachelor of
Medicine) 1941 og fékk nú, að loknu spítalanámi í
Detroit, Michigan, mentastigið “Doctor of Medicine.”
Hefir hann skarað fram úr í námi sínu og nýtur
mikils trausts; hann er nú í þjónustu Bandaríkja-
her«ins.
3. ágúst—Hinn árlegi fslendingadagur haldinn
að Gimli við mjög mikla aðsókn. Um sama leyti voru
íslendingadagar haldnir í Blaine og Seattle, Wash-
ington, Wynyard, Sask., og Chicago, 111. Hátíðin í
Blaine var að því leyti sérstæð, að íslendingar beggja
megin landamæranna á þeim slóðum stóðu að henni
í sameiningu. Aðalræðumaður þar og í Seattle var
Thor Thors, sendiherra fslands i Washington.
Ágúst—f þeim mánuði var dr.Richard Beck
skipaður forseti Leifs Eirikssonar félagsins í Norður
Dakota í stað Ragnvald A. Nestos, fyrv. ríkisstjóra,
er lézt stuttu áður og gegnt hafði forsetaembættinu
um margra ára skeði.
28. ágúst—iStofnuð Þjóðræknisdeild í Mikley
með 40 meðlimum. Embættismenn hinnar nýju
deildar eru: Mrs. H. W. Sigurgeirsson, forseti; G. A.
Williams, vara-forseti; Bergþór Pálsson, ritari; Mrs.
Þorsteinn Pálsson, vara-ritari, og Helgi K. Tómasson,
féhirðir.
Ágúst — Nálægt þeim mánaðarlokum fluttu
cnadisk blöð þá fregn, að Major John K. Hjálmarson
(sonur þeirra Kristjáns og Margrétar Hjálmarson í
Winnipeg) hefði verið skipaður Lieutenant-Colonel