Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Side 53
ALMANAK 1943
53
Félagslíf hefir aldrei verið mikið meðal íslend-
inga í Marietta. Þeir, sem lelagslyndir ieru eða hafa
verið, hafa l'ylgst með Bellingham fslendingum, sótt
samkomur þeirra og líklega margir staðið í Lestrar-
félaginu Kári, sem getið er í Bellingham þætti. úti-
samkomur Bellingham fslendinga voru oft haldnar í
Marietta og studdu Mariiefta fslendingar þær með
ráði og dáð. Bellingham og Marietta. íslendingar
sóttu og oft samkomur landa sinna í Blaine, sem
Blaine landar endurguldu á sama hátt, þá um eitt-
hvað sérstakt var að ræða, og hefir þannig hvorum
verið styrkur að öðrum, auk ánægjunnar af að sýna
sig og sjá aðra, — koma saman sem landar. Sama
sagan, þrátt fyrir skoðanamun á hvaða sviði sem er.
f þessu litla þorpi hafa þessir fslendingar verið veröld
út af fyrir sig — einkum eldra fólkið — nágrannar
og vinir — samlandar — sem enginn félagakritur
náði til — af því þar voru engin félög. Allir sam-
hentir þegar til þurfti að taka. Alt sjálfstætt fjár-
hagslega, og hezta fólk.
ÞORSTEINN EILÍFSSON GOODMAN var fædd-
ur að Kietilsstöðum þ. 9. okt. 1874. Kom með for-
eldrum sínuin vestur um haf árið 1883 til Pembina.
Þar bjuggu foreldrar hans, Eilífur Guðmundsson, frá
Ketilsstöðum í Mýrdal, V.-Skaptafellssýslu, og Arn-
heiður Þorsteinsdóttir (Arnheiðtir og frú Torfhildur
Hólm voru systkinabörn) i 18 ár (sjá Almanak ó. S.
Th. 1921, Pembina þætti eftir Þorskabít). Árið 1902
flutti öll fjölskyldan til Marietta, Washington. Árið
1908 kvæntist Þorsteinn Ágústínu Jónsdóttur frá
Geldingaholti í Skagafirði. Foreldrar hennar voru
Jón Jónasson og Sigríður Stefánsdóttir Magnússonar
prests að Glaumbæ. Ágústína er fædd 23. sept. 1879.
Kom með foreldrum sínum og systkinum, Stefáni,
sem nú býr i Vancouver, B.C. og Sigríði konu Guð-
mundar bróður Þorsteins (sjá Bellingham þátt) árið
1883. Ári seinna fór Sigríður móðir þeirra heim til