Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Side 58
58
ÓL.AFUR S. THORGEIRSSON:
sýslu. Foreldrar hans, hjónin Gdsli Bjarnason og Sig-
urbjörg Sigvaldadóttir, voru bæði ættuð úr Víðidal.
Bjarni ólst upp hjá móðurbræðrum sínum, þeim Har-
aldi bónda Sig\'aldasyni í Guðlaugsvík í Strandasýslu
og Sigvalda í Heydalsseli í sömu sýslu til fullorðins
ára. Árið 1882 fór ihann að Prestbaklka til séra Páls
ólafssonar og var þar 4 ár. Vestur um haf fór hann
árið 1887, vann fyrstu árin algenga bændavinnu í N.
Dak., og siðar á flutningsvagnaverkstæði í Duluth,
Minn. Árið 1894 fór hann til Winnipeg. Þar kvænt-
ist hann árið 1895 Önnu Salome Stefánsdóttur, ættaðri
úr Miðfirði í Húnavatnssýslu. Ári síðar fluttu þau
hjón vestur á Kyrrahafsstiönd, og staðnæmdust í
Asloria, Oregon. Árið 1900 fluttu þau til Belling-
ham, Washington; þar vann Bjarni um hríð, en keypti
bráðlega 40 ekrur af landi, alt í skógi, nokkrar míl-
ur frú bænum og með öllu óbygt. Þar reisti hann
sér snoturt heimili og hefir búið þar síðan.
Bjarni hefir verið hinn mesti atorkumaður eins
og land hans ber vitni um, því nú er það alt rutt og
hreinsað — engjar og bithagi. Bjarni hefir stundað
griparækt, og farnast vel. Hann er landnámsmaður í
orðsins sönnu merkingu, þó hann yrði að kaupa land
sitt, og er og hefir verið vel stæður fjárhagslega, lyrir
útsjón og dugnað. Þó aldrei hafit yfir 20 kýr og
aldrei færri en tiu.
Um það leyti sem Bjarni keypti land sitt, fékk
hann fótarmein, sem endaði svo, að fóturinn var tek-
inn af ihonum neðan við hnéð. Hefir hann síðan
gengið á tréfæti, og þannig á sig kominn hreinsað
land, gengið að slætti og öðrum landbúnaðarstörfum,
sem heilum þykja fullerfið. Má nærri geta, að stund-
um hafi Ihann fundið til. Samt er hann jafnan reifur
heim að sækja, jafnvel þegar hann hefir orðið að inna
af hendi öll verk úti og inni. Hann er vel greindur,
getur verið dálítið hvassyrtur, ef því er að skifta,
orðheppinn og gestrisinn. Hjálpsamur þeim, er hann
veit hjálparþurfi, og hjálpar ])á höfðinglega. Hann