Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Side 89
ALMANAK 1943
89
1«,. Einar Bjarnason, a<5 heimili SigurBar Magnússonar í
Kandahar, Sask., mjög við aldur. Ættaður úr Hnappa-
dalssýslu og flutti vestur um haf 1887. Var landnemi í
Piney, Man., en hafði verið til heimilis I Wynyard bygð
síðan 1922.
JÚLl 1941
10. Asgrlmur A Hallsson, í Seattle, Wash., 88 ára að aldri.
12. Gunnlaugur Jónsson, að heimili sínu í Houston, Texas,
I Bandaríkjunum. Fæddur að Geitagerði í Fljótsdal 1873.
Foreldrar: Jón Bergvinsson (prests porbergssonar ð
Skeggjastöðum á Langanesströnd) og Vilborg Vigfús-
dóttir. Fluttist barn að aldri til Amerlku með foreldrum
sínum og ólst að mestu leyti upp I Winnipeg. Útskrifaðist
með heiðri af Thiel College, Greenville, Pa., 1898 og
lauk guðfræðiprófi, einnig með heiðri, á Mt. Airy presta-
skólanum í Philadelphia árið 1901. Varð þó eigi prestur,
en gerðist yfirbókhaldari hjá miklu verzlunarfélagi í
Bandaríkjunum og gegndi því starfi I meir en aldar-
fjórðung.
ÁGÚST 1941
3. Tðmas J. Borgfjörð, I Seattle, Wash., 77 ára gamall.
SEPTEMBER 1941
3. Magnús Einarsson, að heimili þeirra F. P. Sigurðsson
og konu hans í Geysis-bygð í Nýja-lslandi. Fæddur að
Miðhúsum I Eyjafirði 30. okt. 1849 og jafnan kendur við
þann þæ. Foreldrar: Einar Magnússon, Magnússonar
prests að Tjörn í Svarfaðardal og Soffía Pálmadóttir
Sigurðssonar frá Ljósavatni. Kom til Canada með fjöl-
skyldu sinni árið 1888. Víðkunnur hagyrðingur.
OKTÓBER 1941
9. William Edward Borgfjörð, í Seattle, Wash., 14 ára.
19. Roland Björnsson, I Seattle, Wash., 35 ára, fóstursonur
þeirra hjónanna Sveins Björnssonar og konu hans þar
I borg.
NÓVEMBER 1941
5. Jónína Kristjánsson, í Seattle, Wash,, 59 ára að aldri.
11. porsteinn Jakobsson Johnson smiður. í Seattle, Wash.
Fæddur í Winnipeg 15. febr. 1889. Foreldrar: Jakob Jóns-
son frá Breiðabólsstöðum í Reykholtsdal og Ingibjörg
porsteinsdóttir frá Hæli í Fiókadal, er komu vestur um
haf 1887.
14. Metusalem Jóhannesson, I Winnipeg. Fæddur í Árborg,
Man., 7. maí 1908. Foreldrar: Guðmundur og Kristveig
Jóhannesson nú búsett I Winnipeg.