Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Qupperneq 41
ALMANAK 1943
41
T. 19, R. 5, og keypti 2 lönd á Sec. 14, T. 19, R. 5;
bygði sér þar fallegt heimili, í eikarskógarlundi. Hann
býr blómlegu búi og er þriflegasti búmaður. Albert
giftist 1926 Sigurbjörgu Sveinbjörnsdóttur Hólm,
vopnfirzk að ætterni; þau eiga 2 dætur, Lilja og
Gladys að nafni.
Fjórða barn Árna Einarssonar er sonur, Friðgeir
að nafni, fæddur i október 1903; hann ólst upp með
foreldrum sínum til fullorðinsára og stundaði bú-
skap, og hefir nú tekið við föðurleifð sinni, löndum
og lausafé; hann er giftur Ingveldi dóttur Bjarna
Loptssonar, og eiga þau tvær dætur; þau búa mjög
vel. Kona Árna Einarssonar er dáin, en hann hefir
allgóða heilsu, og dvelur hjá Albert syni sínum í ró
og næði, og er búinn að vinna til þess að eg hygg.
HELGI BJÖRNSSON frá Hnitbjörgum í Jökuls-
árhlíð er fæddur 1887. Hann flutti til Ameríku 1905
og staðnæmdist í þessari bygð. Helgi nam íand á
S.E. Sec. 15, T. 19, R. 5. Hann kvæntist 1913 Mar-
gréti Guðmundsdóttur Bjarnasonar frá Hreðastöðum
i Mosfellssveit; þá reisti hann bú á heimilisréttar-
landi sinu, og býr þar enn myndarlegu búi, en stund-
ar einnig fiskiveiðar á Manitobavatni, sem mörgum
hefir reynst arðsamt, ekki sizt vegna þess, að þær eru
einungis stundaðar á vetrum á ís, þegar sumar og
haustannir eru afstaðnar.
Börn þeirra eru: Guðmundur, 25 ára gamall;
Karl, 22 ára og Björn 18 ára; dætur: Svava, 13 ára
og Ásta Kristin 9 ára gömul; öll börn þeirra eru
heirna, hraustleg og efnileg.
BÖÐVAR JÓNSSON REYIÍDAL er fæddur 1903;
ótst upp með foreldrum sínum til fullorðins ára og
stundaði svo allskonar atvinnu nokkur ár; þá keypti
hann 2 Iönd með byggingum á N.E. Sec. 22, T. 19,
R. 5, og byrjaði búskap; hann stundaði jöfnum hönd-
um kvikfjárrækt og jarðyrkju, og græðir vel. Böðvar
er ógiftur en býr með ráðskonu. Hann er borgfirzk-