Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Side 52
SAFN TIL LANDNÁMSSÖGU ÍSLENDINGA
I VESTURHEIMI.
r
Islendingar í Marietta.
Eftir Margréti J. Benedictson.
(Framhald)
Marietta er smábær að norðan verðu við Belling-
hani fjörðinn, og rétt ó móti Bellingham, i Whatcome
Gaunti-y, Washington. Bærinn sjélfur liggur lágt í
olnboga þar sem áin Nooksock fellur í fjörðinn. Að
austan hækkar landið og þar uppi búa landar. Af
hæðinni er útsýni gott og á kvöldin einkar skemtilegt
að horfa yfir fjörðinn til Bellinghain, sem hlasir á
móti í allri sinni ljósadýrð. Ljósakeðjur — svo sýn-
ist það — liggja upp og niður og þvers um Seahone
hæðina. Þar eru og oftast stór og smá skip af ýms-
um tegundum á firðinum, öll upplýst. Skamt frá
Marietta eru kolanámur meira og minna stari'ræktar
aillan ársins tíma. Fáir landar, ef nokkrir, hafa
unnið í námum þessum. Aftur á móti hafa margir
Iandar á ýmsum timum unnið að laxaveiðum með
góðum árangri. Sumir áttu báta og veiðarifæri og
veiddu upp á eigin spýtur og seldu feng sinn á niður-
suðuhús eða fiskmarkað. Nú eru fáir, ef nokkrir,
landar við þesskonar vinnu í Marietta, því þeir, sem
það gerðu, eru ýmist farnir, dánir, eða svo aldraðir
að heima-vinnan er meira en nóg. Yngri kynslóðin
tekur annað fyrir. Fjöldi af lönduin, sem einu sinni
var í Marietfa, hefir fyrir löngu siðan flutt á brott
þaðan. Sumir til Blaine og hefir verið þar getið.
Sumir eitthvað út í buskann, og verður nú ekki til
þeirra náð.