Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Qupperneq 54
54
ÖLAFUR S. THORGELRSSON:
íslands og Ágústána með henni, en Jón varð eftir í
Winnipeg með hinum hörnum þeirra, Stefáni og Sig-
riði. Jón dó í Winnipeg. Árið 1906 komu þær
mæðgur aftur vesitur um haf, og þá vestur á Strönd
til Marietta, og tveim árum sdðar giftist Ágústína Þor-
steini, eins og fyr segir. Þau hjón reistu bú í Marietta
og hafa búið þar síðan. Sigriður móðir Ágústínu var
hjá þeim hjónum þar til hún lézt árið 1927.
Börn þeirra hjóna eru Arthur, Clara, Louis,
Ágúst og Arnold; öll uppkomin og nú gift — hið mesta
myndarfólk — enda eiga þau þannig ætt til á báðar
hliðar. ÖIl útskrifuðust þau úr miðskóla. Arthur
vinnur á banka. Vel látin eru þau og sómi þjóð
sinni.
JÓN SÖLVASON frá Langamýri í Blöndudal í
Húnavatnssýslu, bjó lengi i Pemhina. (Sjá Alm. ó. S.
Th. 1922. Pembina þátt eftir Þorskabit). Hann var
fæddur 18. ágúst 1864. Foreldrar hans voru hjónin
Sölvi Sölvason Sveinssonar og Sólveig Stefánsdóttir á
Laugumýri í Húnavatnsssýslu. Þeir Sölfi Sölfason og
Sölvi Sveinsson voru ágætlega hagorðir. Var hag-
mælska sú ættarfylgja i marga liði. Um annanhvorn
þeirra Sölvanna — Hklega föður Jóns, var þessi visa
kveðin:
Einhver fanga yndi kann
af þeim spangatýri.
Suðra bangar sundhanann
Sölvi á Langamýri.
Jón misti móður sdna snemma, ólst upp með
föður sinum og stjúpu, Soffíu Eyjólfsdóttur, og koan
með þeim vestur um haf 1876. Voru þau fyrstu tvö
árin í Winnipeg. Fóru þá til Nýja íslands, og voru
tvö ár í Víðinesbygð. Þaðan fóru þau til Hallson,
N. Dak. og voru þar 12 ár. Þá fluttu þau vestur á
strönd og settust að í Seattle. Þó Jón teldist til
heimilis hjá föður sínuim, m.eðan hann var i Hallson,