Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Side 69
ALMANAK 1943
69
“En svo ert þú, ísland, í eðli mitt fest,
að éinungis gröfin oss skilur.”
Bjarni Lyngholt gaf út eina kvæðabók, Fölvar
Rósir (Winnipeg, 1913); síðan birtust öðruhvoru
kvæði eftir hann í vestur-íslenzku vikublöðunum,
einkum tækifæriskvæði, því að eins og að ofan er
gefið i skyn, var hann oft til þess kvaddur af sveit-
ungum sínum að yrkja þesskonar kvæði.
Heiti kvæðabókar Bjarna vekur þann grun, að
þar muni kenna nokkurrar angurblíðu í tónum, og
er það orð að sönnu, enda má sjá vott hins sama í
kvæði hans “Við hafið”; en vonin situr þar þó viða
í öndvegi, enda eru þessi kvæði hans frá fyrri árum
(1892-1913). Margt er í safni þessu af minninga-
kvæðum og minnum, en jafnframt eigi allfá kvæði
almenns efnis. Þau eru lipurlega kveðin, lýsa
næmum tilfinningum og ríkri samúð með auðnu-
leysingjum og olnbogabörnum lífsins.
í minningarkvæðinu um son höfundar, sem
þrungið er að vonum djúpum söknuði, koma bæði
fram bjargföst eilífðartrú hans og fegurðarást. Þar
er t. d. þessi fallega morgunvísa:
“Blóm heilsar blómi.
Og brekkunni þakkar—
og dögginni — næring;
til dagsins það hlakkar.
—Hlakkandi þakkar.”
En ekki er tilfinningahitinn minstur í íslands-
kvæðum höfundar, enda þreyttist hann aldrei á að
lofa það og vegsama i Ijóði. Það er honum: “Stór-
brotna landið, sem fegurst er allra í heimi.” Jafn
minnugur er Bjarni á menningararfinn íslenzka, og
sæmir vel að ljúka þessum minningarorðum með
eftirfarandi ljóðlinum hans:
“Gott er að kalla til arfs úr þeim ótæmda sjóði:
íslenzkum drengskap og norrænu víkingablóði;
mest er þó sæmdin að sýna i orði og verki,
sonur hvers lands sem þú ert, að þú berir þess merki.”