Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Qupperneq 73
ALMANAK 1943
73
nefndar að þingi Joknu var Gísli Jónsson prensmiðju-
stjóri endurkosinn ritstjóri Timarits félagsins.
25. febr.—Voru þeir Joseph T.Thorson, ráðherra;
Jón J. Bildfeli, fyrv. ritstjóri Lögbergs og fyrv. for-
seti félagsins; og Árni G. Eylands, framkvæmdar-
stjóri og forseti Þjóðræknisfélagsins á íslandi, kosnir
heiðursfélagar i Þjóðræknisfélagi ísl. i Vestunheimi.
3. marz—Átti Sveinn Thorvaldson, kaupmaður
og héraðshöfðingi í Riverton, Manitoba, sjötugsaf-
mæli og var honum í tilefni af þeim tímamótum hald-
ið veglegt samsæti á Fort Garry gistihötlinni í Win-
nipeg; að mannfagnaði þessum stóðu ýms íslenzk
félög og vinir heiðursgestsins, en hann hefir um langt
skeið verið í hópi hinna fremstu athafnamanna ís-
lendinga vestan hafs og hinn áhugasamasti um fé-
lagsmál.
Marz—í þeim mánuði var Sigurður Sigmundsson
(sonur þeirra Jóhanns og Þórdísar Sigmundsson í
Winnipeg), er verið hafði umsjónarmaður í þjónustu
strætavagnafélagsins þar í borg, skipaður umferðar-
stjóri (Regional Controller) í British Columbia. Nær
verksvið 'hans yfir skipulagningu fólks- og vöruflutn-
ingstækja í þvi fylki.
2. april—Lauk Grímur S. Laxdal (sonur þeirra
Þórðar E. Laxdal og Jóhönnu konu hans í Kuroki,
Sask.) prói' í vélfræði með ágætiseinkunn á flug-
skólanum í St. Thomas í Ontario-fylki og var jafn-
framt sæmdur heiðurspening úr gulli. i október
1941 lauk hann prófi, einnig með ágætiseinkunn, á
Technical Institute í Saskatoon, Sask.
16. april—Séra Valdimar .1. Eylands, prestur
Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg og vara-forseti
Þjóðræknisfélagsins, sæmdur mentastiginu “Bachelor
of Divinity” af guðfræðideild United College þar í
borginni. Hlaut hann nafnbót þessa sérstaklega
fyrir hina ítarlegu og fræðimannlegu ritgerð sina um