Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Qupperneq 39
ALMANAK 1943
39
Þau eignuðust 5 börn: 1. Haraldur Björgvin, fæddur
1921; 2. Daníel Hjörtur, fæddur 9. febr. 1923;
3. Kristján Guðni, fæddur 22. febr. 1927; 4. Glara
Emily, fædd 8. maí 1920, gift William Foster, enskum
manni, býr hér í grend; 5. Valgerður Elinora, fædd
26. febr. 1925, elst upp heima. öll eru börn þessi
mannvænleg. — Guðni Backman giftist aftur 1927,
skozkri konu, Charlotte Vera að nafni, fædd Murry;
þau hafa eignast tvö börn, pilt: Guðni Karl að nafni,
og stúlku, sem heitir Dorothy Salome.
Guðni er greindur maður og mesta prúðmenni
eins og hann á kyn til.
KRISTJÁN BACKMAN, bróðir Daníels er fædd-
ur á Dunkurbakka í Hörðudal 16. febrúar 1875; hann
flutti til Ameríku vorið 1888; dvaldi nokkur ár í
Winnipeg, en flutti út í þessa bygð árið 1902, og nam
land á N.W. yA Sec. 10, T. 20, R. 4, og bjó þar góðu
búi í 17 ár; þá seldi hann land sitt og bú og byrjaði
verzlun á Lundar og stundaði hana nokkur ár;
seinna keypti hann aftur tvö lönd og bú tvær mílur
frá Lundar og bjó þar til dauðadags; hann dó í júní
1938. Kona hans var Helga Jónsdóttir Hurddal; þau
eignuðust tvo sonu: 1. Vilhjálmur, námumaður við
FÍin Flon; 2. Baldvin, giftur Hólmfriði Sigurbjörns-
dóttur Benediktssonar; þau búa góðu búi hér í bygð.
Kona Kr. Backmans dó 1928.
Kristján var búmaður góður, og vel efnaður,
enda mikill reglumaður. Ein dóttir, Guðný, er gift
Colly, enskum manni, og búa þau í Winnipeg; önnur
dóttir, Jónína, ógift, á einnig heima í Winnipeg.
JÓN VESTMAN JóNSSON frá Hjarðarfelli i
Hnappadalssýslu var fæddur árið 1853; hann var
kominn yfir þritugt þegar hann flutti til Ameríku,
svo dvaldi hann mörg ár í Winnipeg og vann þar við
bj'ggingar, þvi hann var smiður. Árið 1888 giftist
Jón Sigríði Jónsdóttur úr Flatey á Breiðafirði og