Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Blaðsíða 50
50
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
semi sinni eitt sumarið, að þær settu upp gestgjafa-
deild í orðsins í'ylstu og beztu inerking, í sambandi
við innflytjendalhúsið i Winnipeg og veittu þar því af
nýkomna fólkinu, sem þess þurfti lielzt með, dag-
legar nauðsynjar endurgjaldslaust.
Kvenfélag þetta hélt áfram almennri líknarstarf-
semi á meðal istendinga í Winnipeg í nokkur ár; en
árið 1884 komu þau hjónin séra Jón Bjarnason og
frú-Lára frá íslandi og staðnæmdust í Winnipeg, þar
sem dálítill söfnuður hafði myndast. Tók séra Jón
að sér að þjóna söfnuðinum, og frú Lára myndaði
kvenfélagið í sambandi við þá starfsemi, Ivvenfélag
Fyrsta Iúterska safnaðar í Winnipeg, og gengu þá
konur úr líknarfélaginu í safnaðarkvienfélagið, unz
að það var orðið svo fáment, að það varð að hætta
allri starfsemi. Kristrún var féhirðir Hknarfélags-
ins frá byrjun til enda.
I tveimur örum félögum var Kristrún félagi. í
fslandsdætra-félaginu, sem aðallega vann að því, að
vernda íslenzkar bækur, sem vestur fluttust og safna
bókaforða til lesturs handa Winnipeg fslendingum.
Félag það starfaði í mörg ár með góðum árangri, en
að síðustu lagði það samt árar í bát og skifti þá bóka-
forða sínum upp á milli Iestrarfélaga, er myndast
höfðu í bygðum íslendinga hér vestra. Hitt félagið,
sem Kristrún var félagi í, auk þeirra, sem talin eru,
var Fyrsti lúterski söfnuðurinn i Winnipeg. í honum
starfaði hún í mörg ár með sama skörungsskap og
rausn, er henni var svo eiginlegt og einkendu hana
hvar svo sem hún lagði hönd á plóg. En úr söfnuði
þeim sagði hún sig þó síðar, áður en hún flutti al-
farin frá Winnipeg. Ræktarsemi Kristrúnar við ætt-
menn sína og kunningja var óþrjótandi. Árið 1888
kom systurdóttir hennar björg, dóttir Jóns Jónatans-
sonar frá Flautafelli og konu hans Guðrúnar, hingað
vestur. Hana tók Kristrún að sér og kostaði til
menta, unz hún hafði náð kennaraprófi og hefir hún
kent á alþýðuskólum hér i Manitoba í þrjátíu og sex