Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Qupperneq 83
ALMANAK 1943
83
ari Grímson, Rugby, meðlimur framkvæmdarnefndar
ielagsskaparins, er vinnur að þjóðfélagslegum um-
bótum á ýmsum sviðum.
Sept.—okt.—Á ársfundi æskutýðsfélags Unitara
í Norður Ameriku (American Unitarian Youth), er
haldið var kringum þau mánaðamót í Boston, var
Miss Lilja Johnson (dóttir þeirra Bergþór Emil John-
son og konu hans í Winnipeg) kosin í framkvæmd-
arráð félagsins, og er hún ein af tveim fulltrúum í
Canada.
1. okt.—Hóf ársfjórðungsritið Thc lcelandic
Canadian göngu sina í Winnipeg; að þvi stendur fé-
lagið “The Icelandic Ganadian Club,” en Árni G.
Eggertson, K.C. er forseti þess. Aðalritstjóri hins
nýja tímarits er skáldkonan Laura Goodman Salver-
son, en meðritstjóri Stefán Hansen; bókmentadeild-
ina annast Miss Helen Sigurdson, útbreiðslu, Hjálm-
ur Daníelson, og Miss Grace Reykdal hefir með hönd-
um framkvæmdarstjórastarfið. Ráðunautur rit-
stjórnarinnar er W. J. Lindal héraðsréttadómari.
5. okt.-—Sigurbjörn Sigurðsson, fyrrum kaup-
maður í Riverton, er fyrir tveim árum varð skrif-
stofustjóri þeirrar deildar náttúrufríðinda-ráðuneytis
Manitobafylkis, er um umsjón fiskiveiðanna annast,
skipaður af fylkisstjórninni aðstoðar “Director of
Game and Fisheries.”
6. okt.—Forsætisráðherra Canada gerði kunn-
ugt, að Joseph T. Thorson hefði sagt af sér embætti
upplýsingaráðherra i sambandi við striðssóknina
(Minister of National War Services), en að hann
hefði samtímis verið skipaður dómsforseti fjármála-
réttarins í Canada (Court of Exohequer); er það hin
virðulegasta ábyrgðarstaða og trúnaðar.
10. okt.—Dr. M. B. Halldórsson haldið fjölment
og veglegt kveðjusamsæti í Winnipeg í tilefni af því.
að hann var þá að flytja þaðan búferlum, eftir 25 ára