Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Qupperneq 31
ALMANAK 1943
31
þetta fólk er orðlagt fyrir gestrisni og góðvild.
ÁRNI JÓNSSON flutti til Ameríku frá Hjarðar-
haga á Jökuldal árið 1889 og út i þessa bygð sama
sumarið; hann nam land á S.W. Sec. 4, T. 20, R. 5;
tók á því eignarrétt og bjó þar til dauðadags árið
1893. Kona hans er Emma Árnadóttir Elíassonar,
ættuð úr Eyjafirði. Þau eignuðust 3 börn, sem öll
lifa. 1. Jónína Þórey, gift skozkum manni, Norman
Nicholson, búa nú við Maidstone í Saskatchewan og
eiga 8 börn, sem heita Daniel,, Albert, Percy og Jón;
Emma, Florence, Elin og Rósa. 2. Hólmsteinn Wil-
helm, Dalman að viðurnefni; hann er giftur Eiriku
dóttur Jóhanns frá Engilæk Þorsteinssonar. Börn
þeirra heita: Fjóla, Emma, gift Birni Jónssyni
Björnssonar, Albert, Elín, og Jóhann. Þau búa á
Lundar. 3. Helga, gift Jóhanni Jóhannssyni frá Engi-
læk. Emma, ekkja Árna, giftist aftur árið 1895 Sig-
fúsi Eyjólfssyni Snjólfssonar, dóttursyni Sigfúsar
Guðmundssonar prests að Ási í Fellum; þau bjuggu
um hríð hér í bygð, en fluttu svo til Maidstone i Sas-
katchewan og þar dó Sigfús árið 1920. Skömmu
seinna flutti Emma til Lundar og hefir dvalið hér
síðan; hún er enn við góða heilsu og glöð í bragði, og
hefir haldið hús fyrir Svein Guðmundsson nokkur ár.
SVEINN GUÐMUNDSSON, Ásgrímssonar á Hræ-
rekslæk í Hróarstungu, er fæddur 3. des. 1858, móðir
hans var Ingibjörg Sveinsdóttir; móðir hennar var
Gunnhildur Jónsdóttir hins sterka í Höfn í Borgar-
firði eystra. Sveinn kom til Ameriku árið 1894 og
settist að í bygðinni isamsumars. Fáum árum seinna
tólc hann heimilisréttarland N.W. Sec. 18, T. 20,
R. 5 og bjó þar vel í 20 ár; hann keypti 3 lönd í viðbót
og braut upp til kornyrkju stóran akur; bæ sinnhýsti
hann myndarlega. íbúðarhús hans er 20x36 fet á
stærð á sements-kjallara.
Sveinn græddi vel á búskapnum, því hann er