Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Síða 80
80 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
sinn. Auk hans voru þessir menn kosnir erindrekar
kirkjufélagsins á ársþing Sameinuðu lútersku kirkj-
unnar í Norður Ameríku: ;séra Egill H. Fáfnis, Grettir
L. Jóhannson, ræðismaður, og G. J. Oleson lögreglu-
dómari; sóttu þeir allir þingið, er háð var i borg-
inni Louisville í Kentucky ríkinu 14.—21. október.
Júní—Amerísk blöð fluttu þá fregn, að flug-
maðurinn Eirikur Magnússon (sonur þeirra Magnús-
ar skrifstofustjóra Magnússon og Ásthildar konu
hans í Virginia, Minnesota) hefði verið skipaður
einka flugvélastjóri (official pilot) ameríska sendi-
ráðsins i Lundúnum.
1. júlí—Blaðafregn segir frá því, að stuttu áður
hafi íslendingar á Point Roberts, Washington, minst
með samsæti áttræðisafmælis frumherjans og at-
hafnamannsins Henriks Eiríksson (f. 18. febrúar
1862 að Svignaskarði í Borgarfirði). Stóð lestrar-
félag bygðarinnar, “Hafstjarnan,” að afmælisfagn-
aðinum, en Henrik er einn af stofnendum þess og
hefir verið forseti þess í yfir 20 ár.
Júlí—Frú Marja Björnsson, forseti sambands
kvenfélaga hins Sameinaða kirkjufélags íslendinga i
Vesturheimi, sat þing stjórnarnefndar General Alli-
ance of Unitarians, er haldið var í New Hampshire
riki vikuna 11.—18. júlí, og flutti þar erindi.
Júlí—Edmund Thordarson (sonur þeirra Sig.
Thordarson og konu hans i grend við Svold, N.
Dakota) hlaut hæztu einkunn í enskri réttritunar-
samkeppni, sem nemendur úr tuttugu og þrem sveiía-
héruðum í N. Dakota tóku þátt i. Hann er 14 ára
að aldri og lauk áttundabekkjarprófi síðastliðið vor;
spáir sigurvinning þessi þvi góðu um mentaferil hans
í framtíðinni.
23. júlí—Opinberlega tilkynt, að Jóhann Th.
Beck hafi verið ráðinn forstjóri Columbia Press prent-
félagsins í Winnipeg, en hann hafði áður starfað í