Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Síða 109
ALMANAK 1943
109
íellssýslu 15. sept. 1885. Foreldrar: Jón porsteinsson og
Kristín Bergsdóttir. Kom vestur um haí 1902.
26. Guðrún Johnson, ekkja Bjarna Johnson (d. 1906), að
heimili sínu I Pembina, N.-Dakota. Fædd í Tungu I
Árnessýslu 31. okt. 1868. Kom til Vesturheims með for-
eldrum sínum, Ólafi og Elínu Thorsteinsson, tíu ára að
aldri. pau dvöldu fyrstu fjögur árin í Nova Scotia, en
fluttust til Pembina 1882.
1 október — T. B. T. Moore vélfræðingur og flugmaður i
Canada-hernum, í flugárás á meginland Evrópu. Fæddur
í Tantallon, Sask., 1. febr. 1913. Foreldrar: William
Therdore Moore og Lineik kona hans, dóttir Benjamlns
og Guðleifar Einarsson, er lengi bjuggu I Grunnavatns
nýlendu I Manitoba.
NÓVEMBER 1942
1. Anna Johnson, kona Péturs N. Johnson, starfsmanns
fylkisstjórnarinnar í Saskatchewan, að heimili dóttur
sinnar í Foam Lake, Sask. Foreldrar: Jónas Stephensen,
fyrrum póstmeistari á Seyðisfirði, og Margrét kona hans.
14. Friðrikka (Fredericka) Ólafson, kona séra K. K. ólafson,
forseta Kirkjuféiagsins lúterska, að heimili sínu I Seattle,
Wash. Fædd í íslenzku bygðinni í grend við Mountain
26. des. 1884. Foreldrar: Sigurgeir Björnsson og Guð-
finna Jóhannesdóttir frá Tjörn í Aðal-Reykjadal, er fluttust
til Vesturheims 1876.
.4. Eggert Sigurðson, að heimili sínu I grend við Ákra, N.-
Dakota. Fæddur 9. apríl 1859. Foreldrar: Sigurður Gísla-
son og Guðrún Jónsdóttir frá Bæ á Selströnd I Stein-
grímsfirði.
16. Jónas Magnússon bóndi að ósi við Riverton, Man., að
heimili sínu þar í sveit. Fæddur að Höskuldsstaðaseli I
Breiðdal í Suður Múlasýslu 28. sept. 1874. Foreldrar;
Magnús Jónasson og Guðbjörg Marteinsdóttir. Fiuttist til
Canada með foreldrum sínum 1878.
17. Druknuðu í Winnipegvatni Edward Btjörnsson, 51 árs að
aldri (sonur J. O. Björnsson og Halldóru Guðjónsdóttur
í Wynyard, Sask.), og Pétur Guðmundsson (Goodman),
maður sextugur; kom frá Reykjavík fyrir 15—20 árum
og hafði löngum átt heima I Winnipeg.
18 Ingibjörg Kristmundsdóttir, kona Erlendar Guðmunds-
sonar fræðimanns að Gimli, Man., á Johnson Memorial
sjúkrahúsinu á Gimli. Fædd 5. nóv. 1865. Foreldrar:
Kristmundur Porbergsson, bóndi og hreppstjóri á Vakurs-
stöðum I Hallárdal I Vindhælishreppi I Húnavatnssýslu,