Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Blaðsíða 28
SAFN TiL LANDNÁMSSÖGU ÍSLENDINGA
1 VESTURHEIMI.
Framhald landnámssögu
*
Alptavatnsbygðar.
Eftir Sigurð Baldvinsson
Hérmeð hefst framhald af landnámssögu Álpta-
vatnsbygðar, þar sem hinn sn.jalli rithöfundur Jón
Jónsson frá Sleðbrjót hætti, og kom sá þáttur út í
Almanaki ólafs S. Thorgeirssonar árið 1910; kemst
Jón þannig að orði á l)laðsíðu 62: “Hér á eftir verða
taldir upp flestir þeir menn, sem fluttu í bygðina ára-
tuginn 1890—1900, og lildegir eru til að eiga þar
nokkra æfisögu, og niðjiar þeirra; þennan söguþátt
skoðar því höfundurinn aðeins minnisblöð fyrir seinni
tíma söguritara.”
Jón ritaði allítarlega landnámssögu Jóns Sigfús-
sonar og Skúla bróður hans, Halldórs Halldórssonar
og Jóns Sigurðssonar frænda sdns, en hætti svo, enda
varla von að nokkur vildi gera svo mikið verk fyrir
enga borgun.
Vil eg þvi rita nokkuð uni þá landnema, sem
hér hafa bygt og búið, og afkomendur þeirra, eftir
þeim heimildum, sem þeir láta mér í té.
Jón frá Sleðbrjót ritaði vel og greinilega um til-
drög til landnámsins, legu bygðarinnar, landslag og
kosti, svo eg hefi þar engu við að bæta. Einnig ritaði
hann ítarlega um öll framfaramálefni frumbyggj-
anna fyrstu 20 árin, sem þeir bjuggu hér, svo sem
búnaðarhætti, skólamál, skemtanir, samgöngur, verzl-