Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1943, Qupperneq 47
ALMANAK 1943
47
um sínum ráðandi.
Kristrún sagði lausri vistinni á gistihúsinu og
leigði sér eitt lítið herbergi. Það var að vísu ekki
stórt heimili, «n hún réði sjálf yfir því — það var
hennar hemili og fyrsti vísirinn til sjálfistæðis henn-
ar í landinu nýja.
Önnur nýbreytni Kristrúnar var að hætta við
vistráðningarnar, en taka að stunda útgönguvinnu.
Var sú atvinna frábrugðin gestgjafahússvistinni, og
annari fasta vista vinnu, að í útgönguvinnunni var
Kristrún sjálf sin ráðandi og átti það betur við skap-
gerð hennar.
Það er næsta eiftirtektavert, að þó að kröfur
daglegs brauðs yrðu að sitja fyrir öðrum athöfnum
íslendinganna fyrstu, sem til þessa lands komu, þá
er þess ekki langt að bíða, að þeir færi út og auki
athafnalíf sitt og er sú kend, eða innri þörf þeirra,
þeim mun eftirtektaverðari fyrir það, að flestir
þeirra, ef ekki allir, höifðu vanist leinhæfni og fásinnu
heima á ættlandi sínu, ekki aðeins frá blautu barns
beini, heldur i áratugi og aldaraðir. En þeir eru
ekki fyr komnir til þessa landis, en að viðhorf það
breytist. Verksviðin víkka. Verkefnum fjölgar;
andleg útsýn eykst og andleg viðfangsefni margfald-
ast. Félög rísa upp í öllum áttum á meðal þeirra —
prentfélög; eitt þeirra, eða annað þeirra fynstu, úti '
frumskógum Nýja íslands, þar sein fáum eða engum
öðrum en ísfendingum hefði komið til hugar að setja
á stofn prentsmiðju, og gefa út blað. Verkamanna-
félag, sem var það fyrsta af sinni tegund — fyrsta
verkamannafélagið, sem myndað var í Winnipeg.
Gróðafélag — Framfarafélagið alkunna, sem stofn-
að var í sambandi við verðhækkun á fasteignum og
verzlunarfjör í Winnipeg á árunum 1881-2; og fyrsta
islenzka kvenfélagið í Winnipeg var stol'nað árið
1881. Var það líknarfélag og gerði mikið gott. f
hinuin tveimur síðastnefndu félögum var Kristrún
og lét allmikið til sín taka, því hún var ein þeirra